Séra Auður Eir hefur búið til vísu um tilfæringar og tiltektir. Hún mælir með því að taka öðru hvoru til í okkar eigin lífi, sortera og færa til. Vísan er svona: Henda – geyma og hafa fremst.
Hún segir að við getum ákveðið hvernig við lítum á hlutina í lífi okkar, við stýrum hvaða hugsanir við höfum næst okkur, hverjar við viljum færa til, hverjar við ætlum að geyma, hverjar við viljum jafnvel henda. Og hvað við viljum hafa fremst, til að sjá það vel og njóta þess sem okkur þykir mest til um, njóta þess sem nærir okkur og gleður. Oftast er tiltekt í sambandi við hugsanir, sambönd, verkefni eða hluti. Auður talar um tiltektina miðað við tiltekt í skáp en má ég stinga upp á því að við notum þessa vísu líka þegar við hugsum um líf okkar eins og garð, garð okkar eigin huga.
Með bestu kveðjum, Sigrún Gunnarsdóttir