Guðþjónusta Kvennakirkjunnar á aðventu verður sunnudaginn 10. desember kl. 20 í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Við önnumst guðþjónustuna í sameiningu í friði kirkjunnar, hljómlist og kertaljósi og hugleiðum
styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.
Anna Guðmundsdóttir hitar okkur kaffi og súkkulaði á kirkjulofti og þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir fá alúðar þakkir.