Kæra vinkonan okkar Guðrún Elíasdóttir er látin. Við þökkum Guði fyrir hana og samveruna við hana. Hún var með í öllu starfinu í Kvennakirkjunni, guðþjónustunum, mánudagssamverunum og ferðalögunum og ráðgjöfinni í hópunum fyrir konur í skilnaði. Við sáum þar og í öllu öðru hvað hún hafði mikla hæfileika til samveru, skilnings og úrræða. Við áttum allar í sameiningu sterka, glaðværa og blíða kristna trú okkar sem gaf okkur upprisuna á hverjum degi og reisir okkur upp þegar við deyjum. Hún verður jarðsungin í Vídalínskirkju föstudaginn 9. ágúst klukkan 13. Það snertir okkur djúpt að hún vildi beina minningargjöfum til Kvennakirkjunnar.