Ef við höfum einhvern tíma hugsað að við hljótum alltaf að bíða ósigur fyrir því sem dregur okkur niður þá skulum við hætta að hugsa það. Ef við höfum hugsað að vanmátturin eða hrokinn séu einkenni okkar skulum við hætta að hugsa það. Það eru ekki þessar hugsanir sem Guð gefur okkur til að vinna eftir. Hún segir ekki að við verðum alltaf að sigra og að okkur megi aldrei mistakast. En hún segir að hún muni alltaf gefa okkur máttinn aftur.
Það er í ráðningarsamningnum að við vinnum eftir þessu. Það er að stíga út úr vanmættinum og inn í máttinn sem er máttur Guðs. Máttur okkar er máttur sem er utan við sjálfar okkur. Það er máttur Guðs. Skilurðu? Já, já, við skiljum þetta og þökkum innilega og förum í kaffi.
Úr bók Kvennakirkjunnar: Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi.
Með blíðum kveðjum, Auður Eir