Það er Guð sem gefur okkur tækifærin og styður okkur í því að nota þau. Gefur okkur nýjar hugmyndir og hugsanir og hjálpar okkur að sjá hvar möguleikarnir eru. Þegar allt virðist komið í þrot, við sjáum ekki út úr myrkrinu, er Guð á sínum stað, í hjarta okkar og ef við stöldrum við og hlustum heyrum við hvar tækifærin eru, hvað við getum gert til að rækta blómin okkar, lífgað þau, gefið þeim næringu. Þessum blómum sem eru í garði lífs okkar, garði okkar eigin huga.
Um þetta er skrifað í Jesaja. Þar segir hvernig Guð gefur okkur frjósama garða og gerir eyðimörk að vatnstjörnum og þurrlendið að uppsprettum. (Jes. 35.1-2 og 41.18 og 43.19 og 55.10) og ég sendi ykkur þessar ritningargreinar í næstu kveðju.
Með bestu kveðjur þangað til, Sigrún Gunnarsdóttir