Nú förum við aftur að sjást og heyrast jafnt og þétt og mikið er það gaman. Ég er nú nokkrum dögum fyrir fyrstu messuna okkar í fjöllunum í Sviss. Mér finnst við hátt uppi en Yrsa sem er prestur hérna segir að þetta séu bara kallaðar hæðir því fjöllin séu svo miklu miklu hærri. Hér liggja bækur á borðum, samlede værker Dorothee Solle sem við höfum lesið svo mikið eftir og líka ensk bók með frásögum um Guð sem tekur sér ýmislegt fyrir hendur eins og við gerum sjálfar. Eitt kvöldið sýður hún sér skál af núðlum enveit ekki alveg hvað þær þurfa að sjóða heppnast. Hún vildi borða með einhverjum og hefuraldrei haft gaman af að borða ein. En það er ekkert þak á húsinu svo hún horfir upp til stjarnanna og það er verulega flott.
Það er eins og við segjum líka sjálfar: Við drekkum morgunkaffi með Guði. Og borðum endilega með henni. Henni finnst miklu skemmtlegra þegar hún hefur okkur hinu megin við borðið. Og bráðum verða stjörnur á himninum í kvöldmatnum og haustið faðmar okkur að sér.
Blíðar kveðjur, Auður