Ég fór að hlusta á Margréti Bóasdóttur söngmálastjóra kirkjunnar segja frá jólasálmum í ýmsum löndum. Það kom fram að hér væru aðventusálmar mun stillilegri í gleðinni en í ýmsum öðrum löndum.
Hvað segirðu um það? Kannski bara. En það er alveg óþarfi og við skulum alla vega vera glaðlegar bæði í aðventumessunni og öllu öðru. Þó það nú væri enda erum við jafnan glaðlegar í fasi og huga. Eða finnst þér það ekki líka?
Við vitum mætvel að aðventan er tími tilhlökkunarinnar. Við hlökkum til jólanna og hvað sem hver segir um amstrið og hégómann er þetta yndislegur tími og við getum hagað amstrinu eins og við viljum og við þurfum ekki að hafa nokkurn hégóma hjá okkur. Hlökkum bara til.
Enda eigum við það undursamlega tilhlökkunarefni að heyra fagnaðarerindið um að Guð er komin til okkar og orðin ein af okkur en enn yndislegri og trúfastari en við. Hún kom til að gefa okkur gleði og frið, létta af okkur fáránlegum hugsunum og gera okkur bjartsýnar og glaðværar, þrautseigar og þolinmóðar og allt sem við þurfum í mismunandi dögunum. Við treystum henni og gleðjumst í hjarta okkar og verðun okkur og öðrum til góðs.
Blíðar kveðjur, Auður