Ég heyri meira blaður um jólin en ég sagði í síðustu kveðju. Aftur og aftur heyri ég á þessari aðventu að smábarnið í vöggunni sé eitt af öllum börnum veraldar og ekkert meira en það. Það minni okkur á að öll börn eru dýrmæt. Það er áreiðanlega dagsatt. Öll börn eru dýrmæt, undursamleg og yndisleg. Það besta sem þau eiga er að barnið í jötunni var meira en venjulegt barn. Það var Guð sem var komin til fólksins síns. Til að hjálpa því og vera hjá því og verða frelsari heimsins og hverrar einustu manneskju sem þiggur. Guð er komin til veraldarinnar sem hún á. Hún er komin til þín. Það er þess vegna sem við höldum jól. Til hamingju með jólin skrifaði eitt af börnunum sem tengjast okkur. Ég sendi kveðjuna áfram til þín.
Guð gefi þér gleðileg jól. Auður