Hún mun sem fyrr senda okkur þessar líka gjafirnar af atburðum og
öllu því skapi sem við þurfum á að halda í blíðu og stríðu – hugrekki
og glaðlyndi og hverju sem er eftir dögum og tímabilum.
Ekki fannst mér slæmt að lesa á baki afgreiðslufólksins í Ikea eitt
árið þessa fínu setningu: Fögnum hverjum degi.
Rétt eins og þau hefðu lesið Biblíuna með morgun kaffinu – og kannski
lásu þau einmitt úr Davíðssálmum, 52.3: Miskunn Guðs varir allan daginn.
Blíðar kveðjur, Auður Eir