Kolbrún Bergþórsdóttir varpar fram spurningunni í Morgunblaðinu 18. desember síðast liðinn. Hún segir þar: Heimsóknir grunnskólanema í kirkjur hafa orðið að deiluefni fyrir þessi jól. Eins og stundum áður. Sem rök gegn þessum heimsóknum er sagt að skólinn eigi að vera hlutlaus stofnun og ekki hampa einum trúarbrögðum umfram önnur. Þetta eru sérkennileg rök þegar haft er í huga að Íslendingar eru að miklum meirihluta kristnir. Það er nánast eins og þessi staðreynd þyki svo óþægileg að skólabörn megi ekki vita af henni. Hvað er eiginlega svo skammarlegt við kristindóminn að ekki megi fara með skólabörn í kirkju á skólatíma og minna þau þannig á af hverju jólin eru haldin? Og af hverju er talið nánast hættulegt fyrir börn að prestur opni munninn í návist þeirra og nefni kristna trú á nafn? „Trúarinnræting!“ gólar Mannréttindaráð borgarinnar, sem virðist vera býsna furðulegt apparat, segir Kolbrún Bergþórsdóttir.
Blíðar kveðjur, Auður Eir