Ég segi aftur og aftur að það skipti mestu hvað við hugsum. Ég segi það af því að ég er bara handviss um það. Það er alltaf verið að tala um að tilfinningar séu annars vegar og hugsanir hins vegar. Það er sagt að það sé nú eitthvað fínna að skilja með hjartanu en höfðinu. Ég held ekki að það sé svoleiðis. Ég held að tilfinningar og hugsanir sameinist í snúð eins og var sagt þegar ég var í Versló. Ég held því ekki fram að tilfinningar og hugsanir séu alltaf nákvæmlega það saman, ég held til dæmis að við getum lagt saman tvo og sjö án sérlegra tilfinninga. Hvað finnst þér? En þegar við tökum undir með sálminum hans Kristjáns frá Djúpalæk og segjum að á örðugri lífsleiðinni ljái Kristur okkur sólarsýn og taki upp kross okkar þá held ég hann taki að sér allt sem í okkur er. Þess vegna held ég að það sé alveg í samræmi að segja: Af því að það skiptir okkur öllu hvað við hugsum skiptir okkur öllu hverju við trúum. Hvað finnst þér?
Blíðar kveðjur, Auður Eir