Það er eitt og annað sem við höfum hvert eftir öðru en ættum að athuga áður en við endurtökum það. Það er sífellt endurtekið að það sé ekki það sem gerist sem skiptir mestu heldur það hvernig við bregðumst við því. Ég er ósammála. Ég hugsa fyrir mitt leyti að þetta eigi oft við og þá frekar við smærri atburði lífsins og þá sé gott að hafa þetta í huga. En ég er þess fullviss að atburðir gerast sem valda slíkum straumhvörfum í lífi fólks að það verður ekki bætt með skynsamlegri afstöðu. Það verður ekki komist af við suma atburði nema með hjálp Guðs sem ein getur gefið hugrekkið til að komast af við þá. En hún er alltaf hjá okkur og hjálpar alltaf.
Blíðar kveðjur, Auður Eir