Guðþjónusta Kvennakirkjunnar 28. apríl kl. 20

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í stofum okkar í Þingholtsstræti 17, 28. apríl kl. 20.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng okkar
og við höldum messuna allar saman.
Þær sem sjá sér fært að færa kaffibrauð fá alúðarþakkir

By |20 apríl 2019 12:08|Fréttir|

Námskeið um Kvíðann

Á mánudaginn kemur, 25. mars byrjum við námskeið um kvíðann, þessa yfirþyrmandi ógn aldarinnar.  Við mætum henni núna með samtali um fyrirgefninguna.  Við lesum fyrst bók prestanna í Suður Afríku Mpho og Desmond Tutu en hann var biskup þar.  Svo bröllum við fleira.

Námskeiðið er í stofum okkar á jarðhæð í Þingholtsstræti 17 og hefst klukkan hálf fimm og stendur til sex.  Það verður yndislegt og ókeypis og með kaffi.   Komdu endilega ef þig langar og kemst.

By |24 mars 2019 3:01|Fréttir|

Guðþjónusta í Grensáskirkju

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í mars mánuði verður sunnudagskvöldið 17. mars kl. 20 í Grensáskirkju. Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng okkar. Við komum saman, drekkum saman kaffi og gleðjumst og fögnum.
Þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir fá alúðar þakkir

By |12 mars 2019 19:38|Fréttir|

Kvennakirkjan á afmæli! Messa í Neskirkju

Afmælisveisla Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudagskvöldið 17. febrúar kl. 20.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar
Anna Sigríður Helgadóttir syngur sálma
Aðalheiður Þorsteinsdóttir lætur okkur allar syngja

Kaffi á eftir – Þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir fá alúðarþakkir

By |15 febrúar 2019 18:45|Fréttir|

Slökun á mánudag

Á fund okkar næst komandi mánudag, 4. febrúar, kemur Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir og kennir okkur að slaka tungunni.  Þetta eru mikil vísindi og heilsubót sem hún segir okkur frá og æfir okkur í.  Komum nú allar sem getum og öflum okkur heilsubótar og gleði af samfundinum.

Þetta er kluklkan hálf fimm í Þingholtsstræti 17 á jarðhæð.  Við hitum kaffi.

By |2 febrúar 2019 22:07|Fréttir|

Persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu kemur í heimsókn í Kvennakirkjuna.

Næstkomandi mánudaginn, 28. janúar  kemur Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræðingur og persónuvendarfulltrúi Biskupsstofu í heimsókn til okkar í Kvennakirkjuna og fjallar um nýju persónuverndarlögin.  Námskeiðið verður í Þingholtsstrætinu og hefst kl.16:30. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir.

By |26 janúar 2019 21:13|Fréttir|

Guðþjónusta í Hallgrímskirkju sunnudaginn 13. janúar kl.20

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar þetta árið verður í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 13. janúar kl. 20. Séra Yrsa Þórðardóttir predikar og hún og Elín Þöll Þórðardóttir syngja sálma
Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur undir sálmasöng okkar allra
Drekkum kaffi og spjöllum saman. Þær sem sjá sér fært að færa kaffibrauð fá alúðarþakkir

By |8 janúar 2019 19:40|Fréttir|

Jólaguðþjónusta í Háteigskirkju

Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar verðu að venju í Háteigskirkju fimmtudaginn 27. desember klukkan 20.
Séra Arndís  G. Bernhardsdóttir Linn predikar
Anna Sigríður Helgadóttir syngur
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng í ljósadýrð
Jólakaffi

By |23 desember 2018 22:33|Fréttir|

Uppáhalds jólasálmurinn?

 

Jólasálmarnir eru okkur kærir.  Þeir auðga líf okkar:  Opna okkur fyrir nálægð Guðs og fylla okkur kærleika og von.     Við spurðum nokkrar konur í Kvennakirkjunni um hver væri þeirra uppáhalds jólasálmur?  (Hægt er að smella á nöfn sálmanna til að sjá texta þeirra.)

      Aðalheiður Þorsteinsdóttir organisti hvað hann vera sálminn nr. 94 í Sálmabókinni:  Jesús þú ert vort jólaljós

      Frú Agnes M. Sigurðardóttir Biskup Íslands og Sigríður Magnúsdóttir sálmaskáld voru á sama máli um að uppáhalds jólasálmurinn þeirra væri sálmur nr.78 í Sálmabókinni:  Í dag er glatt í döprum hjörtum   Jafnframt sagði Sigríður að á seinni árum hefði hún fengið mikið dálæti á undurfallegum texta sr. Hjálmars Jónnssonar:  Á dimmri nóttu bárust boð sem er númer 564

     Anna Sigríður Helgadóttir söngkona  segir að Hátíð fer að höndum ein sé í miklu uppáhaldi hjá henni en hann er númer 722 í Sálmabókinni.

     Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hvað uppáhalds jólasálmurinn sinn vera aðventusálmurinn:  Kom þú , kom vor Immanúel sem er nr.70 í Sálmabókinni   og fast á hæla honum komi sálmurinn nr.81:  Guðs kristni í heimi.

     Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Kristín Ragnarsdóttir gjaldkeri Kvennakirkjunnar voru á sama máli um að uppáhalds jólasálmurinn þeirra væri sálmur númer 82 í sálmabókinni:  Heims um ból

     Elísabet Þorgeirsdóttir stjórnarkona í Kvennakirkjunni heldur mikið upp á sálm Stefáns frá Hvítadal nr. 74 í Sálmabókinni:  Gleð þig særða sál.  Lagið er eftir Sigvalda Kaldalóns .  Þessi sálmur er einnig í miklu uppáhaldi hjá Kristínu.

     Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir metur mest sálminn nr.75:  Ó Jesúbarn, þú kemur nú í nótt  .  Næstur í röðinni er Himnarnir opnast.  Textinn er eftir Björgu Þórhallsdóttur og Karl Bendsen við erlent lag.  Hann er ekki í sálmabókinni en hægt að sjá […]

By |22 desember 2018 0:22|Fréttir|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í stofum okkar í Þingholtsstræti

Guðþjónusta Kvennakirkunnar verður sunnudaginn 2. desember kl. 20 í stofum okkar í Þingholtsstræti 17. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng

Anna Guðmundsdóttir er kaffimóðir. Bökum vöfflur og hitum súkkulaði og njótum þess að vera saman.

By |27 nóvember 2018 20:04|Fréttir|