Nú hittumst við aftur í Kvennakirkjunni á mánudögum

Þetta er til þín, kæra vinkona.  

Við hittumst alltaf á mánudögum í stofunum í Þingholtsstræti 17, beint inn af götunni. Eftir kaffi og fyrir kvöldmat. Frá hálf fimm til sex. Okkur langar svo að bjóða þér. Kannski langar þig lika til að koma. Vertu velkomin. Innilega.

Hvað ætlum við að bjóða þér? Friðarstund með kaffitári og samtali. Svo förum við heim með frið og gleði. Stundum syngjum við líka og við biðjum alltaf. Nú ætlum við að lesa Markúsarguðspjall og kvennaguðfræði. Hvernig skyldi það nú passa saman? Alveg dásamlega.

Með kveðjum, Kvennakirkjan

By |1 október 2020 22:18|Fréttir|

Hallfríður Ólafsdóttir

Vinkona okkar Hallfríður Ólafsdóttir lést nú  hinn 4. september.  Hún var Kvennakirkjukona og lék á þverflautuna sína í jólaguðþjónustum okkar svo að tónlist hennar bjó með okkur.  Við þökkum Guði fyrir hana og biðjum fyrir fólkinu hennar.

By |22 september 2020 18:32|Fréttir|

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar þetta haustið

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar á þessu hausti verður að þessu sinni í Neskirkju sunnudaginn 27. september kl. 20:00. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikar og kvennakirkjukonur leiða söng og lesa bænir. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórna fallegum sálmasöng. Að athöfninni lokinni drekkum við te og kaffi saman. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðar þakkir.

By |20 september 2020 8:32|Fréttir|

Námskeiðin okkar

Námskeiðin eru á mánudögum frá klukkan hálf fimm til sex í Þingholtsstræti 17

Þau eru samverustundir okkar  til að hittast og tala saman um kvennaguðfræði okkar og okkur sjálfar
og hvað sem við viljum. Við hellum á könnuna og drögum ýmislegt góðgæti upp úr pokum okkar
Þetta eru góðar stundir og dýrmætar
Við erum að lesa yfir bók sem við gefum bráðum út  og heitir Kaffihús vinkvenna Guðs

Mánudaginn 2. mars kemur séra Dalla Þórðardóttir til okkar og talar um spirituality sem er mikið talað um núna

Verum allar velkomnar

By |23 febrúar 2020 22:04|Fréttir|

Afmælisguðþjónusta í Neskirkju

Afmælisguðþjónusta í Neskirkju sunnudagskvöldið 16. febrúar kl. 20.
Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predidkara. Aðalheiður Þorsteindóttir stjórnar fallegum sálmasöng okkar. Á eftir drekkum við kaffi saman og þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir.

By |14 febrúar 2020 11:03|Fréttir|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar 19. janúar

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar þetta árið verður sunnudagskvöldið 19. janúar 2020 kl. 20. Að þessu sinni verður hún í stofum okkar í Þingholtsstræti 17. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir lætur okkur syngja gullfallega sálma.  Við biðjum og fögnum,drekkum saman kaffi og tölum sama. Þær sem sjá sér fært að færa kaffibrauð fá alúðarþakkir. Þú ert velkomin/inn

By |14 janúar 2020 22:16|Fréttir|

Námskeiðin í Kvennakirkjunni byrja aftur

Námskeiðin okkar byrja mánudaginn 13. janúar.  Þá tölum við um þetta umrædda orð spirituality.  Veistu hvað það er?  Séra Dalla Þórðardóttir prófastur á Miklabæ segir okkur frá ráðstefnu sem hún sótti í Strassborg.  Við byrjum klukkan 16.30, fáum okkur kaffi og hættum klukkan 18.  Það er í Þingholtsstæti 17 og vertu innilega velkomin.

By |7 janúar 2020 19:42|Fréttir|

Jólamessa Kvennakirkjunnar í Háteigskirkju

Jólamessa Kvennakirkjunnar verður í Háteigsskirkju sunnudagskvöldið 29. desember klukkan 20.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar,  Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar jólasálmum við kertaljós og við drekkum  jólakaffi og tölum saman.  Þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir fá alúðarþakkir.  Verum innilega velkomnar.

By |28 desember 2019 11:06|Fréttir|

Námskeiðin í Kvennakirkjunni

Mánudaginn 18. nóvember sagði Auður frá Kvennaguðfræði múslímskra kvenna. Hún sagði frá bók eftir tvo kvennaguðfræðinga

múslíma sem kom út 2016.  Múslímskar konur fá æ meiri réttindi og færri og færri nota slæðuna.  Fjölkvæni er leyft í íslam því  Múhameð átti margar konur.  En hvorki umskurn kvenna né heiðursmorð eru frá Kóraninum.

Mánudagskvöldið 25. nóvember sagði Auður frá bók eftir ameríska predikarann Joyce Meier sem sést í sjónvarpi Ómega.  Bókin kom út 2018 og heitir Healing the Soul of a Woman.  Joyce Meier segir frá því hvernig Jesús Kristur tók hana að sér þjáða og reiða og gerði hana heila og sterka.

Námskeiðin eru alltaf í stofum okkar í Þingholtsstræti 17 frá klukkan 16.30 til 18 Næsta verður mánudaginn 2. desember

By |29 nóvember 2019 19:43|Fréttir|

Guðþjónusta í Þingholtsstræti 17

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Þingholtsstræti 17, 1. desember kl. 20. Sálmasöngur og aðventuprédikun við kertaljós og kaffi. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum og Kvennakirkjukonur tala saman um hvað þeim finnst vænst um í kristinni trú. Mikið verður gaman og meira gaman ef þú kemur.

By |26 nóvember 2019 19:35|Fréttir|