Trúarjátningar
Við erum að fjalla um bókina okkar Göngum í hús Guðs.
Á eftir bænum okkar um fyrirgefningu koma trúarjátningar okkar.
Þessi trúarjátning okkar er beint úr Postullegu trúarjátningunni sem er næstum alltaf farið með í guðþjónustum þjóðkirkju okkar og er sameiginleg játning allrar kristinnar kirkju um allan heim. Við flytjum hana með þessum orðum:
Ég trúi á Guð sem skapar og er Jesús sem frelsar
Og Heilagur andi sem er alltaf hjá okkur.
Ragnheiður Ragnarsdóttir sem fermdist hjá okkur og er tónlistarkona í Kanada samdi lag við játninguna og við syngjum það í guðþjónustunum.
Þetta er úr trúarjátningu séra Stefaníu Guðlaugar Steinsdóttur:
Ég túi því að Guð sé kona,
Ég trúi því að hún sé sú hæsta og mesta.
Ég trúi því að hún sé besta vinkona mín
sem vakir yfir mér dag og nótt
og stendur með mér í blíðu og stríðu.
Blíðar kveðjur, Auður Eir