Afmælisboð Kvennakirkjannar í Neskirkju
Kvennakirkjan verður 30 ára og heldur Afmælisboð í Neskirkju sunnudaginn 12. febrúar klukkan 15.30 til 18.00. Yfirskrift boðsins er Guð vinkona, breytt guðfræði, ný tónlist, ný messuform. Dagskrá:
Samtal um framtak Kvennakirkjunnar í 30 ár
Hvaða áhrif hafði kvennaguðfræðin á preststarf mitt?
Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Tónlist Kvennakirkjunnar og ný sálmabók Þjóðkirkjunnar
Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir
Ný messuform og helgisiðabók Kvennakirkjunnar, Göngum í hús Guðs
Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir
Við byrjum á afmæliskaffi, setjumst svo á rökstóla og endum með guðþjónustu
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar
og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.
Öll hjartanlega velkomin!