Páskagleði á hverjum degi

Kvennakirkjan heldur guðsþjónustu í Friðrikskapellu sunnudaginn 14. apríl kl. 20:00. Yfirskrift messunnar er Páskagleði á hverjum degi og Sveinbjörg Pálsdóttir guðfræðingur prédikar. Gengið verður til altaris og Kór Kvennakirkjunnar syngur undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi er á eftir messuna og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |9 apríl 2013 21:36|Fréttir|

Að fara að fara – Dauðinn – Í návígi

Mánudagskvöldið 8. apríl kemur sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur og verður gestur Kvennakirkjunnar. Efnið kallar Guðlaug Helga, Að fara að fara – Dauðinn – Í návígi.  Námskeiðið byrjar kl.20:00 og er í húsakynnum Kvennakirkjunnar, Þingholtsstræti 17. Allir velkomnir.

By |26 mars 2013 19:37|Fréttir|

Kvennakirkjan opnar nýja heimasíðu

Kvennakirkjan uppfærir heimasíðuna sína og í kjölfarið streyma inn fréttir af öllu mögulegu.

By |22 mars 2013 19:54|Fréttir|