Biblíuleg íhugun á stefnumóti við Guð
Næsta mánudagskvöld, 3. febrúar verður þriðja skiptið í námskeið Kvennakirkjunnar, Stefnumót við Guð – Kristin íhugun og hugleiðsla. Þetta kvöld verður farið í Biblíulega íhugun, Lectio Divina sem er ævaforn íhugunaraðferð innan kristinnar hefðar þar sem íhugað er eftir textum Biblíunnar. Stefnumótið hefst kl. 19:30 og er haldið í Þingholtsstræti 17. Lýsingu á námskeiðinu í heild sinni má sjá hér að neðan. […]