Aðventustund í Þingholtsstræti 17

Sunnudaginn 10. desember klukkan 20 verður aðventustund í stofum Kvennakirkjunnar. Anna Sigríður Helgadóttir flytur hugleiðingu. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir sálmasönginn. Við syngjum jólalög, biðjum og lesum úr Orðinu, drekkum súkkulaði og spjöllum í kvöldstemningu Þingholtanna.

By |6 desember 2023 18:15|Fréttir|

Messa í Neskirkju og Sigríður Guðmars í heimsókn

Messa verður í Neskirkju sunnudaginn 12. nóvember klukkan 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó undir sálmasöngnum. Messukaffi í safnaðarheimilinu.

Daginn eftir, mánudaginn 13. nóvember klukkan 16.30, kemur dr. Sigríður Guðmarsdóttir í heimsókn í Þingholtsstræti 17 og fræðir okkur um femínískar áherslur í sálmum nýju Sálmabókarinnar. Öll eru velkomin.

By |7 nóvember 2023 20:55|Fréttir|

Messa í Grensáskirkju og Sigurvin í heimsókn

Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í Grensáskirkju sunnudaginn 15. október klukkan 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir sálmasöng og leikur á píanó. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Á eftir verður kaffisamvera í safnaðarheimilinu.

Mánudaginn 16. oktbóber kl. 16.30 kemur dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík í heimsókn í Þingholtsstræti 17 og ræðir um kvennaguðfræði. Sigurvin hefur mikinn áhuga á kvennaguðfræði og hefur sýnt Kvennakirkjunni stuðning, m.a. í aðsendri grein á visir. is í tengslum við 30 ára afmæli Kvennakirkjunnar í febrúar sl. Öll velkomin.

By |11 október 2023 17:51|Fréttir|

Söngstund í Þingholtsstræti

Einn mánudag í mánuði koma Alla og Anna Sigga í Þingholtsstræti og syngja með okkur sálma úr nýju sálmabókinni. Fyrsta söngstund haustsins verður mánudaginn 2. október klukkan 16.30. Á eftir borðum við saman mat sem séra Auður Eir hefur eldað. „Að borða saman breytir öllu“ er hennar bjargfasta trú og um það erum við sammála. Vertu innilega velkomin.

By |30 september 2023 11:03|Fréttir|

Messa í Seltjarnarneskirkju 17. september

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir okkur í sálmasöng.  Anna Sigríður Helgadóttir syngur fyrir okkur. Spjöllum og drekkum kaffi eftir messu.

Það verður aldrei oflofað að ganga í hús Guðs og syngja henni lof með vinkonum hennar.

By |12 september 2023 17:48|Fréttir|

Messa í Garðakirkju á Álftanesi

Guðþjónusta verður í Garðakirkju sunnudaginn 14. maí klukkan 20. Séra Úrsúla Árnadóttir prédikar. Við syngjum saman við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur og Anna Sigríður Helgadóttir gleður okkur með  söng sínum. Fögnum vorkomunni og gleðjumst í húsi Guðs.

By |10 maí 2023 21:21|Fréttir|

Messa í Seltjarnarneskirkju

Kvennakirkjan heldur messu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 16. apríl klukkan 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó undir sálmasöngnum. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu.

By |12 apríl 2023 22:15|Fréttir|

Messa í stofum Kvennakirkjunnar

Næsta messa Kvennakirkjunnar verður í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17 sunnudaginn 12. mars klukkan 20.

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Aðalheiður sér um tónlistina og Anna Sigga syngur. Við drekkum kaffi og tölum mikið.

Það verður svo gaman.

By |6 mars 2023 21:33|Fréttir|

Afmælisboð Kvennakirkjannar í Neskirkju

Kvennakirkjan verður 30 ára og heldur Afmælisboð í Neskirkju sunnudaginn 12. febrúar klukkan 15.30 til 18.00. Yfirskrift boðsins er Guð vinkona, breytt guðfræði, ný tónlist, ný messuform. Dagskrá:

Samtal um framtak Kvennakirkjunnar í 30 ár

Hvaða áhrif hafði kvennaguðfræðin á preststarf mitt?

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Tónlist Kvennakirkjunnar og ný sálmabók Þjóðkirkjunnar

Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir

Ný messuform og helgisiðabók Kvennakirkjunnar, Göngum í hús Guðs

Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir

Við byrjum á afmæliskaffi, setjumst svo á rökstóla og endum með guðþjónustu

           Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar,  Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar

og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.

Öll hjartanlega velkomin!

By |9 febrúar 2023 8:46|Fréttir|

Jólaguðþjónusta í Háteigskirkju

Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Háteigskirkju fimmtudaginn 29. desember klukkan 20. Svana Helen Björnsdóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir leiðir söng jólasálma og Örn Arnarson leikur með á gítar. Á eftir verður samvera með kaffi og veitingum.

By |27 desember 2022 14:10|Fréttir|