Guðþjónusta við Þvottalaugarnar

Kvennakirkjan heldur guðþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal fimmtudaginn 19. júní kl. 20 í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar, Inga Jóna Þórðardóttir flytur ávarp, Ásdís Þórðardóttir leikur Áfram stelpur! á trompet, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum. Á eftir er opið hús í Café Flóru.

By |14 júní 2014 21:47|Fréttir|

Kvennakirkjukona ver doktorsritgerð við HÍ

Hrund Scheving Thorsteinsson okkar góða kvennakirkjukona hefur varið doktorsritgerð við Háskóla Íslands:  Hjúkrunarfræðingar og gagnreyndir starfshættir:  Virkni og spáþættir.  Við allar kvennakirkjukonur sendum henni innilegar hamingjuóskir og fögnum þeim góðu áhrifum sem þekking hennar mun hafa. Meðfylgjandi mynd var tekin við tilefnið.

By |23 maí 2014 23:43|Fréttir|

Gengið um Skuggahverfið

Nú safnast Kvennakirkjukonur saman mánudagskvöldið 26. maí og ganga saman um Skuggahverfi Reykjavíkur. Gangan fer af stað frá Þingholtsstrætinu kl. 19:30.

By |22 maí 2014 13:46|Fréttir|

Guðþjónusta í Garðakirkju

Næsta guðþjónusta  Kvennakirkjunnar verður í Garðakirkju á Álftanesi sunnudagskvöldið 18. maí klukkan 20.  Athugum að nú höfum við aftur kvöldmessu. Margrét Guðmundsdóttir  segir frá trú sinni. Svava Bernharðsdóttir leikur á fiðlu, Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar um feginleik léttisins og Anna Sigríður Helgadóttir stjórnar sálmum. Á eftir drekkum við kaffi í litla fallega húsinu í Króki
Þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir.

By |30 apríl 2014 23:01|Fréttir|

Kvennakirkjukonur út að ganga

Eftir einstaklega velheppnuð námskeið yfir veturinn slá Kvennakirkjukonur nýjan takk og halda út að ganga á mánudagskvöldum.Fyrsta ganga verður farin úr Þingholtinu (Þingholtsstræti 17) mánudagskvöldið 28. apríl kl. 19:30. Allar eru hjartanlega velkomnar – gengið verður um Þingholtið eða hvert þangað sem þær mættu koma sér saman um að ganga. Sjáumst þá !

By |24 apríl 2014 22:02|Fréttir|

Lag Öllu við sálm Vilborgar

Í messunni Kvennakirkjunnar í Dómkirkjunni nú 6. apríl söng Anna Sigga sálm Vilborgar Davíðsdóttur  Fyrir ljósi myrkrið flýr.   Þar segir Vilborg frá huggun Guðs sem við eigum vísa í sorg okkar.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir söngstjóri okkar samdi lagið við sálminn og okkur þótti hvort tveggja og flutningurinn mikill viðburður og fögnuðum vinkonum okkar hjartanlega. Á myndinni sjást Aðalheiður og Vilborg í góðum hópi kvenna.

By |14 apríl 2014 15:01|Fréttir|

Mánudagssamverum lýkur með vöfflum

Mánudagskvöldið 7. apríl klukkan háf átta hittumst við í Þingholtsstræti og ljúkum mánudagssamverum vetrarins.  Verum allar velkomnar.  Við bökum vöfflur og hitum kaffi og tölum um hvað sem við viljum.  Ekki væri nú leiðinlegt að sjá þig birtast.

By |2 apríl 2014 22:31|Fréttir|

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar í Dómkirkjunni

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni sunnudaginn 6. apríl kl. 14:00. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar um föstudaginn langa. Anna Sigríður Helgadóirttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng með kór Kvennakirkjunnar. Kaffi á kirkjulofti eftir messu. Þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir. 

By |31 mars 2014 22:30|Fréttir|

Auður Eir talar á hugvísindaþingi

Laugardaginn 15. mars sl stóð Hugvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir hugvísindaþingi. Meðal fyrirlesara var séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur Kvennakirkjunnar sem talaði í málstofu sem Pétur Pétursson prófessor við guðfræðideild stýrði og bar heitið Framtíð íslenska þjóðkirkjufyrirkomulagsins. Fyrirlestur Auðar Eirar bar heitið Nú er tími til siðbótar – eins og alltaf og byggir á efni bókar hennar Bakarí Guðs sem Kvennakirkjan gaf út árið 2012. Þar reifar Auður Eir nýjar hugmyndir um veitingu prestembætta og hvetur til þess að prestar verði hreyfanlegir á milli staða en einangrist ekki hver á sínum stað áratugum saman. Í hugmyndinni felst einnig hvatning til samvinnu og að sumir prestar hafi ekki alltof mikið að gera þegar aðrir hafi of lítið að gera. Eftirfarandi útdráttur var birtur í dagskrá þingsins:

Lútersk kirkja á að vera siðbótarkirkja á öllum tímum. Hún á að fylgja þeirri lútersku guðfræði að við séum öll prestar hvaða starf sem við höfum.  Hún þarf að horfast í augu við tilhneigingu sína til kaþólskra messusiða. Og hún þarf að breyta ýmsu í grundvallarskipulaginu, í fyrsta lagi að breyta ráðningu prestanna. Svo að prestar verði ekki keppinautar heldur samheldinn hópur í boðun fagnaðarerindisins. Það þarf að ræða málin og gefa langan tíma til að tala vandlega saman.

Fyrirlestur Auðar Eirar mun birtast í útgefnu efni Hugvísindaþings 2014 og verður líka aðgengilegur á heimsíðu okkar.

By |19 mars 2014 22:18|Fréttir|

Hvar eru Kvennréttindi núna?

Næsta námskeið Kvennakirkjunnar köllum við : HVAR ERU KVENRÉTTINDIN NÚNA ? Á námskeiðinu koma til okkar sérfræðingar sem velta fyrir sér kvennréttindum í samtímanum frá ýmsum sjónarhornum.

Námskeiðið er í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17 . frá 19.30 til 21 og kostar 1000 krónur á kvöldi
Verum allar innilega velkomnar og komum sem getum

By |10 mars 2014 23:09|Fréttir|