Komum saman og mótum starf Kvennakirkjunnar
Þá er kominn tími til að Kvennakirkjukonur komi saman og móti starfið næstu mánuðina. Í þeim tilgangi verður opin stýrihópsfundur í sölum Kvennakirkjunnar að Þingholtsstræti 17, fimmtudaginn 8. janúar kl. 16:30. Allar Kvennakirkjukonur er boðnar sérlega velkomnar að taka þátt í að móta starfið framundan.