Nesti fyrir gesti – en fyrst og fremst fyrir heimlisfólk
Nesti fyrir gesti – en fyrst og fremst fyrir heimilisfólk er yfirskrift maí guðþjónustu Kvennakirkjunnar. Hún verður haldin í Garðakirkju sunnudaginn 17. maí kl. 20:00. Athugum að nú er kvöldmessa. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar um nesti handa gestum en allra helst fyrir heimafólk. Guðrún B. Jónsdóttir verður með vitnisburð. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og konur Kvennakirkjunnar leiða sönginn. Að venju er kaffi að athöfninni lokinni í Króki og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.