Fyrsta messa Kvennakirkjunnar á þessu hausti

Kvennakirkjan heldur fyrstu guðþjónustu haustsins í samstarfi við 40 ára fermingarbörn frá Suðureyri við Súgandafjörð. Guðþjónustan fer fram í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 13. September kl. 20:00. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Steingerður Þorgilsdóttir syngur djassaða sálma og Aðalheiður Þorsteinsdóttir sér að venju um tónlistina. Kleinukaffi í lok messunnar !

By |3 september 2015 20:45|Fréttir|

Kvennakirkjan býður í Vöfflukaffi

Til að fagna sumri bjóðum við í Kvennakirkjunni í vöfflukaffi þriðjudaginn 7. júlí kl. 20:00. Við komum saman og fögnum samstarfinu og njótum þess að vera til. Kaffið verður í húsakynnum Kvennakirkjunnar Þingholtsstræti 17 og þangað eru allir velkomnir að fagna lífinu með Guði.

By |4 júlí 2015 9:34|Fréttir|

Kvennamessa á Klambratúni á kvenréttindadaginn

Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands á Klambratúni við Kjarvalsstaði, 19. júní kl. 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður KRFÍ og Una María Óskarsdóttir  formaður KÍ taka þátt í messunni, einnig séra Arndís Linn prestur Kvennakirkjunnar og séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Ásdís Þórðardóttir leikur Áfram stelpur á trompet og Margrét Hannesdóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng á sálmum um baráttu og frið. Gott væri að taka með sér eitthvað til að sitja á. Verum velkomnar og höldum saman messu í gleði yfir sigrunum á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

By |15 júní 2015 22:43|Fréttir|

Nesti fyrir gesti – en fyrst og fremst fyrir heimlisfólk

Nesti fyrir gesti – en fyrst og fremst fyrir heimilisfólk er yfirskrift maí guðþjónustu Kvennakirkjunnar. Hún verður haldin í Garðakirkju sunnudaginn 17. maí kl. 20:00. Athugum að nú er kvöldmessa. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar um nesti handa gestum en allra helst fyrir heimafólk. Guðrún B. Jónsdóttir verður með vitnisburð. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og konur Kvennakirkjunnar leiða sönginn. Að venju er kaffi að athöfninni lokinni í Króki og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |12 maí 2015 13:21|Fréttir|

Næsta messa í Friðrikskapellu

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Friðrikskapellu, sunnudaginn 12. apríl kl. 14:00. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir samtal um hversdagsgleði kristinnar trúar.  Syngjum og biðjum.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum með kór Kvennakirkjunnar.  Að venju er Kaffisamsæti að athöfninni lokinni. Þær sem koma með meðlæti fá alúðar þakkir.

By |8 apríl 2015 19:38|Fréttir|

Kvennakirkjan fær veglega bókagjöf

Á dögunum barst mikil og vegleg bókagjöf til Kvennakirkjunnar. Micaela Lynne Kristin-Kali á Flateyri sendi okkur þrjá stóra bókakassa með gullgóðum guðfræðibókum. Í kössunum kennir ýmissra grasa, þar er femínísk guðfræði eftir heimþekkta guðfræðinga, trúfræði, heimspeki og þó nokkrar bækur um litúrgíu kvenna Við höfum sent Micaelu innilegar þakkir okkar. Kvennakirkju konum er öllum velkomið að fá þessar bækur lánaðar sem og aðrar bækur úr ríkulegu bókasafni kirkjunnar.

By |18 mars 2015 12:57|Fréttir|

Staða kristinnar trúar í nútímanum – Hvað segjum við nú?

Kvennakirkjan og Örþingsnefnd þjóðkirkjunnar standa fyrir örþingi sem ber heitið Staða kristinnar trúar í nútímanum.Hvað segjum við nú?
Rætt verður um málið í Grensáskirkju, fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00.
Stutt erindi flytja: Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, sr. Ólafur Jóhannsson, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, Sr. Hans Guðberg Alferðsson.
Öllum boðið til umræðu.

By |17 mars 2015 13:23|Fréttir|

Slökun og leit að orðum

Marsnámskeiðið okkar verður um slökun og leit að orðum Mánudagskvöldin 16. og 23. mars hittumst við í Þingholtsstræti     klukkan 20 – klukkan 8 um kvöldið. Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir kennir okkur slökun, líka að slaka á tungunni og við tölum saman um ný orð í kvennaguðfræði okkar. Fyrra kvöldið tölum við um að kalla Guð vinkonu okkar í staðinn fyrir að tala um föður og son.  Seinna kvöldið tölum við um önnur orð um Heilaga anda.  Hvaða orð getur þú hugsað þér? Þetta verður bráðskemmtilegt og gagnlegt að finna nýjar hugmyndir sem gefa okkur nýja gleði í daglegri trú okkar.

By |14 mars 2015 14:42|Fréttir|

Guðþjónusta í Kirkju óháða safnaðarins

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í kirkju óháða safnaðarins sunnudaginn 15. mars kl. 14:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar. Kór Kvennakirkjunnar syngur og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir og spilar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Biskup Íslands og erkibiskup Svíþjóðar, þær sr. Agnes Sigurðardóttir og Antje Jackelen  eru sérstakir gestir okkar þennan sunnudaginn. Að guðþjónustunni lokinn er kaffisamsæti í safnaðarsal kirkjunnar, þær sem sjá sér fært að koma með bakkelsi fá alúðarþakkir.

By |9 mars 2015 18:16|Fréttir|

Ertu Charlie? Nýtt námskeið Kvennakirkjunnar

Næstu þrjú mánudagskvöld verður námskeið í Kvennakirkjunni undir yfirskriftinni, Ertu Charlie? Fyrstu tvö kvöldin kemur Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur til okkar og talar um tjáningarfrelsi og trúfrelsi. Hvert kvöld hefst kl. 20 og verður eins og venjulega í stofum Kvennakirkjunnar, Þingholtsstræti 17. Verum öll velkomin.

By |18 febrúar 2015 13:37|Fréttir|