Kvennakirkjan fær veglega bókagjöf

Á dögunum barst mikil og vegleg bókagjöf til Kvennakirkjunnar. Micaela Lynne Kristin-Kali á Flateyri sendi okkur þrjá stóra bókakassa með gullgóðum guðfræðibókum. Í kössunum kennir ýmissra grasa, þar er femínísk guðfræði eftir heimþekkta guðfræðinga, trúfræði, heimspeki og þó nokkrar bækur um litúrgíu kvenna Við höfum sent Micaelu innilegar þakkir okkar. Kvennakirkju konum er öllum velkomið að fá þessar bækur lánaðar sem og aðrar bækur úr ríkulegu bókasafni kirkjunnar.

By |18 mars 2015 12:57|Fréttir|

Staða kristinnar trúar í nútímanum – Hvað segjum við nú?

Kvennakirkjan og Örþingsnefnd þjóðkirkjunnar standa fyrir örþingi sem ber heitið Staða kristinnar trúar í nútímanum.Hvað segjum við nú?
Rætt verður um málið í Grensáskirkju, fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00.
Stutt erindi flytja: Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, sr. Ólafur Jóhannsson, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, Sr. Hans Guðberg Alferðsson.
Öllum boðið til umræðu.

By |17 mars 2015 13:23|Fréttir|

Slökun og leit að orðum

Marsnámskeiðið okkar verður um slökun og leit að orðum Mánudagskvöldin 16. og 23. mars hittumst við í Þingholtsstræti     klukkan 20 – klukkan 8 um kvöldið. Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir kennir okkur slökun, líka að slaka á tungunni og við tölum saman um ný orð í kvennaguðfræði okkar. Fyrra kvöldið tölum við um að kalla Guð vinkonu okkar í staðinn fyrir að tala um föður og son.  Seinna kvöldið tölum við um önnur orð um Heilaga anda.  Hvaða orð getur þú hugsað þér? Þetta verður bráðskemmtilegt og gagnlegt að finna nýjar hugmyndir sem gefa okkur nýja gleði í daglegri trú okkar.

By |14 mars 2015 14:42|Fréttir|

Guðþjónusta í Kirkju óháða safnaðarins

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í kirkju óháða safnaðarins sunnudaginn 15. mars kl. 14:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar. Kór Kvennakirkjunnar syngur og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir og spilar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Biskup Íslands og erkibiskup Svíþjóðar, þær sr. Agnes Sigurðardóttir og Antje Jackelen  eru sérstakir gestir okkar þennan sunnudaginn. Að guðþjónustunni lokinn er kaffisamsæti í safnaðarsal kirkjunnar, þær sem sjá sér fært að koma með bakkelsi fá alúðarþakkir.

By |9 mars 2015 18:16|Fréttir|

Ertu Charlie? Nýtt námskeið Kvennakirkjunnar

Næstu þrjú mánudagskvöld verður námskeið í Kvennakirkjunni undir yfirskriftinni, Ertu Charlie? Fyrstu tvö kvöldin kemur Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur til okkar og talar um tjáningarfrelsi og trúfrelsi. Hvert kvöld hefst kl. 20 og verður eins og venjulega í stofum Kvennakirkjunnar, Þingholtsstræti 17. Verum öll velkomin.

By |18 febrúar 2015 13:37|Fréttir|

Guðsþjónusta í Neskirkju

Guðsþjónusta Kvennakirkjunnar verðu í Neskirkju sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00. Þetta er afmælismessan. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Sigrún Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi kennari, segir frá trú sinni. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir söng með kór Kvennakirkjunnar og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.
Kaffi í safnaðarheimilinu. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |10 febrúar 2015 11:53|Fréttir|

Rithöfundar koma

Mánudagsnámskeiðin hjá okkur í Kvennakirkjunni byjar aftur þegar við fáum rithöfunda til okkar á mánudögum  í Þingholtsstræti 17,  frá kl. 20 til 21.30. 
Mánudagskvöldið 19.janúar  kemur Kristín Steinsdóttir og talar um bókina Vonarlandið. Bókin er um þvottakonurnar sem þvoðu í Þvottalaugunum og vináttu þeirra hver við aðra.Mánudagskvöldið 26.  janúar tölum við um leikritið Dúkkuheimilið eftir Henrik Ibsen sem við sjáum saman í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 22. janúar. Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikur Nóru kemur til okkar og ræðir við okkur. Þau sem vilja koma með verða að staðfesta  í síðasta lagi 18. janúar  í síma 551 3934 eða 864 2534.Mánudagskvöldið 2. febrúar kemur Guðrún Eva Mínervudóttir og talar um bók sína Englaryk.  Bókin fjallar um unga stúlku sem segist hafa séð Jesú og um vandræðaganginn sem það veldur umhverfi hennar. Mándudagskvöldið 9. febrúar kemur Helga Guðrún Johnsson og talar um bók sína Saga þeirra,  sagan mín sem segir sögu kvenna þriggja kynslóða fram til þessa dags.

By |13 janúar 2015 13:21|Fréttir|

Komum saman í Langholtskirkju

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar á þessu ári  verður í Langholtskirkju, sunnudaginn 18. janúar kl. 14. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Ásta Kr. Jónsdóttir segir frá trú sinnni. Olga Lilja Bjarnadóttir syngur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir sönginn með kór Kvennakirkjunnar.  Kaffi í safnaðarheimilinu.  Þuríður Magnúsdóttir er kaffimóðir. Þær sem sjá sér fært að færa meðlæti fá alúðarþakkir.

By |12 janúar 2015 22:38|Fréttir|

Komum saman og mótum starf Kvennakirkjunnar

Þá er kominn tími til að Kvennakirkjukonur komi saman og móti starfið næstu mánuðina. Í þeim tilgangi verður opin stýrihópsfundur í sölum Kvennakirkjunnar að Þingholtsstræti 17, fimmtudaginn 8. janúar kl. 16:30. Allar Kvennakirkjukonur er boðnar sérlega velkomnar að taka þátt í að móta starfið framundan.

By |6 janúar 2015 13:24|Fréttir|

Jólamessa í Háteigskirkju

Jólamessa verður í Háteigskirkju sunnudaginn 28. desember kl. 14:00. Sr. Arndís Linn prédikar. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu og með henni kemur Flautukór Reykjavíkur sem skiptaður er 7 ungum flautuleikurum. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Sungin verða jólalög við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi í safnaðarheimili Háteigskirkju.

By |19 desember 2014 17:58|Fréttir|