Stefnur til betra lífs – Nóvembernámskeið Kvennakirkjunnar
Námskeið Kvennakirkjunnar í nóvember er um nokkrar stefnur sem nú eru kenndar til betra lífs. Athugum að nú byrjum við klukkan hálf fimm. Námskeiðin eru í Þingholtsstræti 17, frá klukkan 16.30 til 18. Við borgum 1000 krónur fyrir hvert kvöld. Verum innilega velkomnar
Námskeiðið er, eins og áður fjögur skipti og skiptist þannig:
Mánudaginn 16. nóvember: Lára Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur talar um tilfinningagreind
Mánudaginn 23. nóvember: Margrét Hákonardóttir hjúkrunarfræðingur talar um núvitund
Mánudaginn 30. nóvember: Hildur Björk Hörpudóttir guðfræðingur talar um jákvæða sálfræði
Mánudaginn 7. desember: Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur talar um möguleika okkar