Stefnur til betra lífs – Nóvembernámskeið Kvennakirkjunnar

Námskeið Kvennakirkjunnar í nóvember er  um nokkrar stefnur sem nú eru kenndar til betra lífs. Athugum að nú byrjum við klukkan hálf fimm. Námskeiðin eru í Þingholtsstræti 17, frá klukkan 16.30 til 18. Við borgum 1000 krónur fyrir hvert kvöld. Verum innilega velkomnar

Námskeiðið er, eins og áður fjögur skipti og skiptist þannig:

Mánudaginn 16. nóvember: Lára Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur talar um tilfinningagreind

Mánudaginn 23. nóvember: Margrét Hákonardóttir hjúkrunarfræðingur talar um núvitund

Mánudaginn 30. nóvember: Hildur Björk Hörpudóttir guðfræðingur talar um jákvæða sálfræði

Mánudaginn 7. desember: Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur talar um möguleika okkar

 

By |10 nóvember 2015 17:50|Fréttir|

Guð talar blíðlega til okkar – Næsta Guðþjónusta í Laugarneskirkju

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður haldin sunnudaginn 15. nóvember klukkan 17:00 í Laugarneskirkju. ATHUGIÐ BREYTTAN MESSUTÍMA

Yfirskrift messunna er Guð talar blíðlega við okkur . Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Hrafnhildur Eyþórsdóttir, nývígður djákni Laugarneskirkju segir frá trú sinni.  Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur frumsaminn sálm og lag. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir glaðlegan  sálmasöng okkar.

By |8 nóvember 2015 17:38|Fréttir|

Nýtt messuhefti Kvennakirkjunnar

Næstkomandi mánudagskvöld, 9. nóvember kl. 20:00. Kynna Auður Eir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir fyrir kvennakirkjukonum nýtt messuhefti sem kemur út um þessar mundir. Messuheftið verður einnig kynnt á norrænni ráðstefnu sem haldin verður í Háteigskirkju  á fimmtudeginum  12. nóvember.

By |8 nóvember 2015 14:21|Fréttir|

Kvennakirkjan leiðir guðþjónustu í Mosfellskirkju

Kvennakirkjan leiðir guðþjónustu í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. október kl. 11:00. Tilefnið er tvíþætt, Mosfellskirkja heldur uppá 50 ára afmæli sittá þessu ári og öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að guðsþjónustu lokinni flytur Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikþátt um hina merku konu Ólafía Jóhannsdóttir sem fædd var á Mosfelli 1863 og konur Kvennakirkjunnar taka þátt. Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri leiðir tónlistina. Sr. Arndís Linn prédikar. Að athöfn og leikþætti loknum býður Lágafellssókn í kaffi í Reykjadal. Kvennakirkjukonur eru hvattar til að leggja leið sína í Mosfellskirkju.

By |20 október 2015 12:17|Fréttir|

Allt sem þær sögðu – Konurnar í Biblíunni – næsta námskeið Kvennakirkjunnar

Námskeiðið í október og nóvember verður um konur í Biblíunni og fyrirmyndina sem þær gefa okkur.  í Biblíunni eru 49 konur nefndar með nafni sem tala. Við þær bætast svo 44 sem tala en hafa ekki nafn.  Hvernig voru þær ? Skiptir máli hvað þær sögðu og Hvað myndu þær  segja núna ?

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn stýrir námskeiðinu.

Það verður í stofum okkar í Þingholttstræti 17 á mánudagskvöldum frá 12. október til 2. nóvember, frá klukkan 20 til 21.30

Við borgum 1000 krónur á kvöldi

By |6 október 2015 0:37|Fréttir|

Syngjum á hverjum degi – Messa í Grensáskirkju

Kvennakirkjan heldur aðra guðþjónustu vetrarins í Grensáskirkju, sunnudaginn 11. október kl. 14.00. Athugið að nú höfum við breytt tímanum til 2.  Séra Yrsa Þórðardóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng
og tvær söngkonur Kvennakirkjunnar syngja, þær Anna Sigríður Helgadóttir og  Kristín Stefánsdóttir.

Þuríður Magnúsdóttir er kaffimóðir íkaffinu í safnaðarheimilinu. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |4 október 2015 21:34|Fréttir|

Kirkjur finna nýjar leiðir

Fyrst námskeið haustsins í Kvennakirkjunni heitir Kirkjur finna nýjar leiðir. Námskeið er tvö
mánudagskvöldin  28. september  og 5. október  klukkan 20 til 21.30 í Þingholtsstræti 17

Á námskeiðinu verður einkum sagt frá tveimur konum sem komu hingað í ágúst á vegum Áhugamannafélags um guðfræðiráðstefnur og héldu námskeið og messu í Langholtskirkju.

Séra Arndis Linn og séra Elína Hrund eru í hópnum og tóku þátt í starfinu og ætla að segja okkur frá hugmyndum
og starfi þessarra ágætu kvenna.

Elína ætlar aukinheldur að segja frá ráðstefnu sem hún sækir í Bandaríkjunuum nýjungar í kirkjustarfi.

Við hellum upp á kaffi og bökum vöfflur og þú kemur ef þú getur og ert innilega velkomin

By |8 september 2015 19:20|Fréttir|

Fyrsta messa Kvennakirkjunnar á þessu hausti

Kvennakirkjan heldur fyrstu guðþjónustu haustsins í samstarfi við 40 ára fermingarbörn frá Suðureyri við Súgandafjörð. Guðþjónustan fer fram í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 13. September kl. 20:00. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Steingerður Þorgilsdóttir syngur djassaða sálma og Aðalheiður Þorsteinsdóttir sér að venju um tónlistina. Kleinukaffi í lok messunnar !

By |3 september 2015 20:45|Fréttir|

Kvennakirkjan býður í Vöfflukaffi

Til að fagna sumri bjóðum við í Kvennakirkjunni í vöfflukaffi þriðjudaginn 7. júlí kl. 20:00. Við komum saman og fögnum samstarfinu og njótum þess að vera til. Kaffið verður í húsakynnum Kvennakirkjunnar Þingholtsstræti 17 og þangað eru allir velkomnir að fagna lífinu með Guði.

By |4 júlí 2015 9:34|Fréttir|

Kvennamessa á Klambratúni á kvenréttindadaginn

Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands á Klambratúni við Kjarvalsstaði, 19. júní kl. 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður KRFÍ og Una María Óskarsdóttir  formaður KÍ taka þátt í messunni, einnig séra Arndís Linn prestur Kvennakirkjunnar og séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Ásdís Þórðardóttir leikur Áfram stelpur á trompet og Margrét Hannesdóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng á sálmum um baráttu og frið. Gott væri að taka með sér eitthvað til að sitja á. Verum velkomnar og höldum saman messu í gleði yfir sigrunum á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

By |15 júní 2015 22:43|Fréttir|