Námskeið og umfjöllun um fyrirgefninguna

Mánudagskvöldið 7. mars klukkan hálf fimm í Þingholtsstræti 17 byrjum við nýja röð af námskeiðum.  Við getum komið þau kvöld sem viljum en helst auðvitað öll. Eins og alltaf borgum við hver annarri 1000 kall á kvöldi.

Við ætlum að tala um nýja bók okkar sem verður aðallega um fyrirgefninguna.  Fyrirgefningu Guðs sem hvetur okkur til að fyrirgefa sjálfum okkur. Betri tilboð gefast hvergi.  Hvernig tökum við móti því?  Komum sem getum og hlustum og tölum.  Allar erum við dýrmætar.

By |2 mars 2016 19:48|Fréttir|

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudaginn 14. febrúar kl. 14:00.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur og  Aðaheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng með Kór Kvennakirkjunnar

Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |10 febrúar 2016 21:12|Fréttir|

Finndu þína eigin möguleika og notaðu þá – Námskeið Kvennakirkjunnar

FINNDU ÞÍNA EIGIN MÖGULEIKA OG NOTAÐU ÞÁ – vert ´ekki að væflast en vertu það sem þú ert

Næsta námskeið Kvennakirkjunnar eru Sex mánudagar með Hrund og Lauru, Öllu, Arndísi og Auði og samtali og samvinnu alls hópsins

Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson og Laura Scheving Thorsteinsson eru hjúkrunarfræðingar sem tala um hvernig við getum nýtt okkur í daglegu lífi ýmislegt úr kenningum og hugmyndum um tilfinningagreind, núvitund og jákvæða sálfræði.

Alla er tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar og Arndís og Auður prestar Kvennakirkjunnar þær tala um blessun þess að syngja sálm á dag, þakklætið og samtalið við Guð.

Við tölum svo allar saman um að setja okkur markmið.

Námskeiðið verður í Þingholtsstræti 17  frá klukkan hálf fimm til sex frá  25. janúar til 29. febrúar.  Það er næstum ókeypis – kostar bara 6000 krónur.

Vertu velkomin og við fögnum þér og því sem þú vilt gefa og þiggja.

By |21 janúar 2016 20:14|Fréttir|

Janúarnámskeið Kvennakirkjunnar

Janúarnámskeið Kvennakirkjunnar byrja mánudaginn 18. janúar. Þá segir dr. Hrund Scheving Thorsteinsson 
frá þeim stefnum sem eru nú mest ræddar um lífshamingju okkar, svo sem jákvæð sálfræði, núvitund og tilfinningagreind.
 Við fengum innsýn í þessar stefnur fyrir jólin og Hrund ætlar að draga það saman svo að við fáum gott yfirlit
.

Mánudaginn 25. janúar tölum við saman um þetta til að glöggva okkur á því og festa okkur í huga. Við erum að hjálpa hver annarri til að gera okkur grein fyrir umræðunni um lífsgleði okkar sem er víða rædd núna.

Námskeiðin eru frá klukkan 16.30 til 18 í Þingholtsstræti 17. Við borgum 1000 krónur fyrir hvert skipti. Vertu innilega velkomin
, það verður fengur að fá þig með. Þessar samverustundir styrkja okkur í lífsgleðinni.

By |12 janúar 2016 21:09|Fréttir|

Fyrsta messa ársins í Kirkju óháða safnaðarins

Fyrsta guðsþjónusta ársins hjá Kvennakirkjunni verður 17. janúar klukkan 14 – klukkan tvö í kirkju óháða safnaðarins.                                       Séra Arndís G. Bernharðsdóttir Linn predikar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur og svo syngjum við allar með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnar , við syngjum mikið og af hjartans lyst

Höldum okkur kaffisamsæti . Þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir fá alúðar þakkir

By |9 janúar 2016 12:22|Fréttir|

Jólaguðþjónusta í Háteigskirkju 27. desember

Jólaguðþjónusta í Háteigskirkju sunnudaginn 27.  desember klukkan 14, klukkan tvö

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.  Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu.  Kristín Stefánsdóttir syngur jólasálma.  Við syngjum allar jólasálma í jólaljósum kirkjunnar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar leiða okkur.  Á eftir drekkum við jólakaffi og þær sem sjá sér fært koma með góðgerðir og við þökkum þeim allar innilega.

By |8 desember 2015 19:54|Fréttir|

Námskeið fellur niður vegna veðurs

Síðasta hluta námskeiðsins okkar í Kvennakirkjunni um stefnur til betra lífs fellur niður mánudaginn 7. desember . Þar sem veðurspáin er afleit ætlum við að halda okkur heima og höfum ákveðið að Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur sem ætlaði að koma og  tala um möguleika okkar komi í staðinn á nýju ári.

 

By |6 desember 2015 16:50|Fréttir|

Guðþjónusta í Dómkirkjunni – jólasöngur, gleði og eftirvænting

Guðþjónusta í Dómkirkjunni sunnudaginn 6. desmeber klukkan 14,  klukkan 2.  Séra Arndís Linn predikar í hlýju sinni og fögnuði.  Við syngjum jólasálma með Öllu, höfum kertaljós og syngjum mikið í gleði hjartans og eftirvæntingu.  Svo höfum við kaffi á kirkjuloftinu og þær sem sjá sér fært koma með bakkelsi og við hinar þökkum þeim kærlega.

By |29 nóvember 2015 11:37|Fréttir|

Stefnur til betra lífs – Nóvembernámskeið Kvennakirkjunnar

Námskeið Kvennakirkjunnar í nóvember er  um nokkrar stefnur sem nú eru kenndar til betra lífs. Athugum að nú byrjum við klukkan hálf fimm. Námskeiðin eru í Þingholtsstræti 17, frá klukkan 16.30 til 18. Við borgum 1000 krónur fyrir hvert kvöld. Verum innilega velkomnar

Námskeiðið er, eins og áður fjögur skipti og skiptist þannig:

Mánudaginn 16. nóvember: Lára Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur talar um tilfinningagreind

Mánudaginn 23. nóvember: Margrét Hákonardóttir hjúkrunarfræðingur talar um núvitund

Mánudaginn 30. nóvember: Hildur Björk Hörpudóttir guðfræðingur talar um jákvæða sálfræði

Mánudaginn 7. desember: Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur talar um möguleika okkar

 

By |10 nóvember 2015 17:50|Fréttir|

Guð talar blíðlega til okkar – Næsta Guðþjónusta í Laugarneskirkju

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður haldin sunnudaginn 15. nóvember klukkan 17:00 í Laugarneskirkju. ATHUGIÐ BREYTTAN MESSUTÍMA

Yfirskrift messunna er Guð talar blíðlega við okkur . Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Hrafnhildur Eyþórsdóttir, nývígður djákni Laugarneskirkju segir frá trú sinni.  Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur frumsaminn sálm og lag. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir glaðlegan  sálmasöng okkar.

By |8 nóvember 2015 17:38|Fréttir|