Guðþjónusta í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í apríl verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudaginn 10. apríl kl. 20. ATHUGUM AÐ NÚ ER KVÖLDMESSA!!. Ræðuefnið er Kjaftasögur. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar
gleðilegum söng okkar með kór Kvennakirkjunnar. Kaffi í safnaðarheimilinu þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá aðlúðarþakkir