Guðþjónusta í Neskirkju

Guðþjónusta verður í Neskirkju sunnudaginn 16. október kl. 20:00.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir  predikar – Anna Sigríður Helgadóttir syngur og við syngjum allar. mikið og glaðleg. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir sönginn með kór Kvennakirkjunnar.

Drekkum kaffi á eftir og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |13 október 2016 18:29|Fréttir|

Kristinn trú stillir kvíðann – Námskeið í Kvennakirkjunni

Mánudaginn 26. september,  frá hálf fimm til sex – 16.30 – 18 hefst nýtt námskeið í Kvennakirkjunni í Þingholtsstrætinu. Námskeiðið ber yfirskriftina: Kristin trú stillir kvíðann.
Námskeiðið stendur alveg til jóla og við verðum allar kennarar.
Kvíðinn er þrúgandi hvarvetna í þjóðfélaginu og við ætlum að tala saman um það  hvernig við ráðum við hann með því að nota kristna trú okkar. Við kennum sjálfar og lærum slökun og biðjum og syngjum og fáum gesti.

By |25 september 2016 19:22|Fréttir|

Fyrsta messa haustins er í Grensáskirkju

Sunnudaginn 25. september verður fyrsta messa haustins hjá Kvennakirkjunni   í Grensáskirkju klukkan 20 og eins og ævinlega er kaffi á eftir. Auður predikar og Alla stjórnar söngnum og Arndís stjórnar messunni. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur.Við höfum nú snúið okkur aftur að kvöldmessum eins og margar hafa óskað og hlökkum til að sjá ykkur !

By |17 september 2016 19:21|Fréttir|

Haustferð til Selfoss

Kvennakirkjan leggur í Haustferð til Selfoss laugardaginn 24. september.  Förum frá BSÍ kl. 11 og röðum okkur í bílana hjá þeim sem keyra. Drekkum kaffi og förum í búðir og göngum um götur.Heimsækjum séra Guðbjörgu í kirkjuna og höfum helgistund. Setjumst og fáum okkur veitingar og tölum saman um starfið framundan.

By |12 september 2016 21:32|Fréttir|

Tölum saman um það hvernig við tölum saman

Hittumst og tölum saman um það hvernig við tölum saman.

Boðað er til samræðu- og fræðslufundar mánudaginn 19. september kl. 16:00-17:30 á fjórðu hæðinni á Biskupsstofu, en það er í samræmi við hugmyndina sem kom upp í 40 ára vígsluafmæli sr. Auðar Eir. Örþingsnefnd kirkjunnar, FPK og Kvennakirkjan munu standa að þessum fundum sem áætlað er að hafa 1 x í mánuði. Yfirskrift fyrsta fundarins er: Hvernig tölum við saman ?
sr. Jóhanna Magnúsdóttir flytur erindi á þessum fyrsta fundi okkar og á eftir verða umræður og kaffitár. Sveinbjörg Pálsdóttir sér um að hafa stjórn á okkur, og svo tölum við saman.

By |10 september 2016 11:04|Fréttir|

Guðþjónusta við Kjarlvasstaði á Kvenréttindadaginn

Guðþjónusta verður 19.  júní klukkan 20 við Kjarlvalsstaði. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Konur frá KRFÍ og KFÍ bjóða fólk velkomið og lesa ritningarlestra Anna Sigríður Helgadóttir syngur Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar stjórna söngnum. Verið öll velkomin.

By |3 júní 2016 22:19|Fréttir|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar á Álftanesi

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Garðakirkju á Álftanesi sunnudagskvöldið 8. maí kl. 20:00. Signý Gunnarsdóttir og Sólveig Hannesdóttir segja frá trú sinni. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar leiða okkur í undursamlegum sálmum.

Á eftir verður kaffi í litla fallega húsinu Króki. Þær sem sjá sér fært að færa okkur veitingar sem
við getum borðað úr servéttunum okkar fá alúðarþakkir

By |4 maí 2016 16:39|Fréttir|

Séra Arndís prestur í Mosfellsbæ

Prestur okkar séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hefur nú verið kosin prestur í Mosfellsbæ og þjónar hinum tveimur kirkjum þar, Mosfellskirkju og Lágafellskirkju með séra Ragnheiði Jónsdótur sóknarpresti.  Séra Arndís hefur starfað lengi í safnaðarstarfi og sem kirkjuvörður í Mosfellsbæ og er fædd þar og uppalin.

Kvennakirkjan óskar séra Arndísi innilega til hamingju og biður henni blessunar Guðs í einu og öllu.  Séra Arndís vígðist prestur Kvennakirkjunnar árið 2013. Hún heldur áfram að vera prestur okkar með séra Auði og við höldum áfram að vera henni allt sem við getum til gleði og styrktar eins og hún er okkur.

 

By |29 apríl 2016 21:52|Fréttir|

Guðþjónusta í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í apríl verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudaginn 10. apríl kl. 20. ATHUGUM AÐ NÚ ER KVÖLDMESSA!!. Ræðuefnið er Kjaftasögur. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar
gleðilegum söng okkar með kór Kvennakirkjunnar. Kaffi í safnaðarheimilinu þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá aðlúðarþakkir

By |5 apríl 2016 21:28|Fréttir|

Guðþjónusta í Grensáskirkju

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Grensáskirkju sunnudaginn 13. mars kl. 14:00. Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn predikar. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðluVið syngjum yndislega sálma með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnarog drekkum kaffi í safnaðarheimilinu. Þær sem geta komið með meðlæti fá alúðarþakkir okkar allra sem njótum þess að sitja saman í kaffinu

By |9 mars 2016 20:38|Fréttir|