Fyrsta guðþjónusta vetrarins í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ

Fyrsta guðþjónusta vetrarstarfs Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 10. september kl. 20:00. Séra Auður og Séra Arndís  sjá um messuna og sú síðarnefnda prédikar. Söngkonan Þórunn Guðmundsdóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir tónlistina og kvennakirkjunkonur syngja. Svo verður kaffisamsæti í skrúðhúsi kirkjunnar að messunni lokinni. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti  fá alúðarþakkir.   Þetta verður yndisleg messa og alveg sérstaklega ef þú kemur.

By |6 september 2017 20:39|Fréttir, Óflokkað|

Kvöldguðþjónusta við Kjarlvalstaði 19. júní kl. 20.00

Kvöldguðþjónusta verður við Kjarvalsstaði 19. júní kl. 20. Kvennakirkjan heldur guðþjónustuna í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar annast guðþjónustuna með séra Arndísi G., Bernhardsdóttur Linn og Elísabetu Þorgeirsdóttur.  Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir syngja.  Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet.

Alexandra Chernyskova óperuaöngkona frumflytur sálm  Hallveigar Thorlacius og Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Fjölbreytt guðþjónusta í bjartri kvöldkyrrðinni.

By |15 júní 2017 16:36|Fréttir|

Maímessa í Garðakirkju

Maímessa Kvennakirkjunnar verður í Garðakirkju 14, maí klukkan 20.Edda Björgvinsdóttir predikar,   Rannveig Guðmundsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir tala og Guðrún Ásmundsdóttir les ljóð.  Kristín Stefánsdóttir syngur einsöng.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sjá um messuna með kór Kvennakirkjunnar.   Þetta verður yndisleg messa og alveg sérstaklega ef þú kemur.

By |4 maí 2017 12:54|Fréttir|

Guðþjónusta í Neskirkju við Hagatorg

Guðþjónusta Kvennakirkjunna nú í apríl verður í Neskirkju, sunnudaginn 23. apríl kl. 20. Prestarnir séra Dalla Þórðardóttir og séra Yrsa Þórðardóttir predika.

Ragnheiður Ragnarsdóttir syngur eigið lag og Elín Þöll Þórðardóttir og Yrsa Þórðardóttir syngja

Séra Arndís og séra Auður, Aðalheiður  Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar og öll sem koma sjá um messuhaldið

Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti  fá alúðarþakkir.

Sjáumst í Neskirkju !

By |18 apríl 2017 21:05|Fréttir|

Guðþjónusta í Laugarneskirkju

Á næsta sunnudag, 12. mars kl. 20 verður Guðþjónusta Kvennakirkjunnar  í Laugarneskirkju . Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og Hálfdan Árni Jónsson les ritningarlestur. Þorsteinn Jónsson leikur á gítar og Hugrún Elfa Sigurðardóttir á flautu

Við syngjum með  Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnar

Kaffi á eftir og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir

 

 

By |9 mars 2017 13:11|Fréttir|

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudaginn 12. febrúar kl. 20:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng okkar. Anna Guðmundsdóttir annast kaffið. Þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir

By |7 febrúar 2017 21:35|Fréttir|

Námskeið Kvennakirkjunnar halda áfram

Námskeið Kvennakirkjunnar halda áfram á mánudögum eins og fyrir jólin. Næst hittumst við 30. janúar kl. 16:30 til 18 í Þingholtsstrætinu og ræðum um jólabækur. Allar velkomnar.

By |28 janúar 2017 23:31|Fréttir|

Samverustund Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona

Mánudaginn 23. janúar hitta kvennakirkjukonur Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu í Neskirkju klukkan 4.30.  Hún ætlar að fjalla um verk sín sem eru nú til sýnis í kirkjunni.  Þessi góða samverustund verður á vegum Örþingsnefndar Þjóðkirkjunnar, Félags prestvígðra kvenna og Kvennakirkjunnar.  Þetta verður gaman og komið nú allar sem mögulega getið.  Það margborgar sig og er fínt tækifæri.

By |19 janúar 2017 15:04|Fréttir|

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkju haldin í Hallgrímskirkju

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar á nýju ári er í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 15. janúar kl. 20:00.Við göngum ekki inn um aðaldyrnar heldur bakatil um suðurdyr sem  snúa að Eiríksgötu

Þetta verður messa við kaffiborð og við tökum upp á ýmsu og verðum allar með eins og okkur sýnist

Auður predikar og Aðalheiður stjórnar söngnum með pompi og prakt. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti verða sérlega heiðraðar

GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIN HITT ÁRIÐ

By |11 janúar 2017 21:45|Fréttir|

Jólakveðja frá Kvennakirkjunni

By |23 desember 2016 11:54|Fréttir|