Bókakynning í Kvennakirkjunni mánudaginn 4. desember
Bókarkynning verður í Kvennakirkjunni á mánudaginn 4. desember í Þingholtsstrætinu.
Móðir, missir, máttur er nýkomin bók eftir þrjár konur í Vestmannaeyjum, Þórönnu Margréti Sigurbergsdóttur, Veru Björk Einarsdóttur og Oddnýju Garðarsdóttur. Þær segja frá sorginni við sonamissi og styrk kristinnar trúar. Oddný kemur til okkar og segir frá samtölum þeirra sem urðu að bókinni sem Skálholtsútgáfan gefur út. Samveran verður í stofum okkar í Þingholtsstræti 17 og hefst klukkan hálf fimm og lýkur klukkan sex. Mikið væri gaman að fá þig með. Við hitum súkkulaði handa þér og ekki má nú minna.