Guðþjónusta færð í Hallgrímskirkju 18. mars
Áðurauglýst messa Sunnudaginn 18. mars klukkan 20 sem átti að vera í Langholtskirkju verður í Hallgrímskirkju. Öll dagskrán verður eins, við sitjum til borðs við veitingar og samtal, biðjum saman og heyrum orð Guðs í predikun og sálmum og eigum samfélag um kvöldmátíð Jesú. Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar og verður boðin velkomin til starfa. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir sálma og Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur fyrir okkur. Komum með veitingar sem eigum gott með það og njótum saman og gleðjumst. Innilega velkomnar. Okkur verður öllum fagnað af öllu hjarta. Göngum inn barkdyramegin að sunnan – hægra megin þegar er staðið fyrir framan kirkjuna