Markús
Góðu vinkonur. Við töluðum í síðasta mánudagstíma um 2. kaflann hjá Markúsi. Mikið er gaman að vita að þið lesið með okkur. Við töluðum um reglurnar sem Jesús var að fá landsfeðurna til að hætta að halda og hætta að heimta. Erum við sjálfar að halda einhverjar reglur sem við ættum að létta af okkur? Já, einhverjar en okkur fannst daglegt líf bara ágætlega frjálslegt í okkar eigin góða landi. Við ráðum því sjálfar að vera ekki að glepjast til að herma eftir siðum sem okkur þykja óskynsamlegir. Hvað segir þú? Blíðar kveðjur, Auður