Við höfum skuldbundið okkur
Kristið fólk hefur gefið út margar skuldbindingar. Það skuldbatt sig til að halda trúfesti við orð frelsara síns Jesú Krists. Það skrifaði yfirlýsingu sem við eigum í Postullegu trúarjátningunni frá annarri öld. Við orðum hana svona í Kvennakirkjunni: Ég trúi á Guð sem skapar og er Jesús sem frelsar og Heilagur anda sem er alltaf hjá okkur. En við flytjum hana líka í allri lengd sinni. Þau urðu að gera sér grein fyrir trú sinni, sjálfra sín vegna fyrst og fremst, en líka til segja öðrum hver hún væri. Það var mikið verk margra alda að tala saman til að fá niðurstöðu um trúarjátningar kirkjunnar. Við búum að því mikla starfi og skulum þakka fyrir það og gera upp okkar eigin huga um þessar miklu yfirlýsingar.
Með blíðum kveðjum, Auður Eir