Guð, þú hefur verið okkur athvarf frá kyni til kyns.
Líka frá ári til árs og mánuði og viku, degi til dags
og klukkutíma og mínútu til mínútu.  Alltaf.
Við sögðum í mánudagssamtali í Þingholtsstræti
að yfirskrift trúar okkar væri traust.  Við treystum.
Við hugsum ekki um Guð allan daginn en við vitum að
hún er alltaf hjá okkur í öllu sem við gerum.  Við
tölum við hana þegar við vöknum og þegar við keyrum
um á daginn og á kvöldin þegar við komum heim. Við
þökkum hennni fyrir að hafa verið með okkur allan
daginn.
Guð er með okkur í þessum mildu haustdögum og
hún var hjá okkur í ótrúlegum sólardögunum.  Í
stóru og smáu.  Séra Kristín Pálsdóttir sagði í
morgunbæninni á mánudaginn að við fyndum það
stóra í því smáa.  Við finnum mikla návist Guðs
í smáum atburðum og augnablikum daganna.
Til hamingju með það.  Til hamingju með þig
sjálfa og vináttu þína og Guðs.
Biðjum hver fyrir annarri.

Blíðar kveðjur,  Auður