Allt starf okkar í Kvennakirkjunni er byggt á kvennaguðfræðinni sem við höfum lesið saman öll okkar ár og fjallað um á margvíslegan hátt.
Kvennaguðfræðin var umfangsmikil og áhrifarík á tveimur síðustu öldum og alltaf hluti af allri kvennahreyfingunni. Kvennahreyfingin barðist fyrir rétti, sjálfstæði og sjálfsmynd kvenna og gegn kúguninni sem konur þoldu um allar aldir.
Kúgunin var rakin til Biblíunnar og kvennaguðfræðin rannsakaði málið. Það var augljóst að ásökunin var rétt og konur sögðu sig úr kirkjunni.
Það var líka augljóst að kvenfyrirlitning Biblíunnar kom aldrei nokkurn tíma frá Guði heldur frá þeim tímum þegar Biblían var skrifuð. Kvennaguðfræðingar kirkjunnar skrifuðu mikla guðfræði um eilifa samstöðu Guðs sem konum í þjáningu þeirra og órétti sem birtist í Biblíunni á öllum öldum. Þær sáu og skrifuðu um frelsun Guðs. Kirkjan hefur alltaf safnað fólki sínu saman til
biblíulestra til að styrkjast og fagna.