Við erum að fletta gegnum bókina okkar Göngum í hús Guðs og lesum meira úr kaflanum Bænir og ljóð.
Ein bænin er eftir Reinhild Traitler í Austurríki og úr bókinni No Longer Strangers. Hún byrjar svona:
Segðu mér systir mín
hvernig fók deyr úr hungri
af því að það hefur ekkert að borða.
Segðu mér systir mín
hvernig fólk deyr úr vonleysi
af því að það hefur enga útleið.
Segðu mér systir mín
hvernig fólk deyr úr ótta
sokkið í þögnina, þögn dauðans.
Segðu mér systir mín hvernig fólk deyr úr sorg
af því að það á mikla auðlegð
en hefur týnt sálu sinni.
Segðu mér systir mín
hvernig fólk deyr úr hugrekki
af því að það þorði að tala
að hrópa gegn kúgurunum.
Við höldum áfram að tala um bókina okkar á næstu mánudögum.
Blíðar kveðjur. Auður Eir