Enn og aftur er talað um þungann af angistinni. Það er von. Kvíðinn er alltaf
nálægur fyrr og síðar þótt misjafnlega mikið sé talað um hann. Eins og við
vitum eru Sálmar Biblíunnar að miklu leyti um angistina. Hjálpaðu mér, Guð,
sagði fólkið. Komdu og hjálpaðu mér. Jesús talaði um angistina og bauð fólki
að koma til sín og fá frið.
Boðið stendur alltaf. En óróin sem vekur angistina hefur ekki horfið. Ég
ætla ekki að taka ykkur út úr veraldarvafstrinu, sagði Jesús í síðustu
kvöldmáltíðinnni. En ég ætla að vera þar með ykkur. Ég ætla að gefa ykkur
frið í heiminum, ekki eins og heimurinn gefur heldur eins og ég einn gef.
Bænin er besta vörnin gegn angistinni. Við getum orðað angist okkar við Guð
eða við getum bara farið til Guðs og verið hjá henni. Ég hef sagt það fyrr,
við getum verið hjá Guði eins og við vorum einu sinni hjá mömmu okkar eða
pabba eða öðru fólki sem við treystum og vissum að elskaði okkur og myndi
alltaf hjálpa okkur, vernda okkur og uppörva okkur. Það var sama hvað
gerðist, þau myndu aldrei bregðast.
Finnurðu ekki hvað það er alltaf gott að vera með góðu fólki, svo að þið
talaði saman og finnið að þið eigið svo margt saman í lífinu? Er það ekki
ein af undursamlegum gjöfum Guðs?
Blíðar kveðjur, Auður