About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar í Dómkirkjunni

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni sunnudaginn 6. apríl kl. 14:00. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar um föstudaginn langa. Anna Sigríður Helgadóirttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng með kór Kvennakirkjunnar. Kaffi á kirkjulofti eftir messu. Þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir. 

By |31 mars 2014 22:30|Fréttir|

Höldum áfram að gera upp við okkur og Guð

Hættum að ganga alltaf í sömu  hringina, hættum að tipla á yfirborðinu,  hættum að láta eins og við vitum ekki hvers við iðrumst í rauninni.
Nefnum það.  Segjum Guði það.  Hlustum á hana fyrirgefa okkur.  Hlustum á hana endurnýja okkur. Fyrirgefum sjálfum okkur og njótum þess hvað
við erum yndislegar vinkonur Guðs.

Blíðar kveðjur,  Auður

By |24 mars 2014 10:40|Dagleg trú|

Auður Eir talar á hugvísindaþingi

Laugardaginn 15. mars sl stóð Hugvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir hugvísindaþingi. Meðal fyrirlesara var séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur Kvennakirkjunnar sem talaði í málstofu sem Pétur Pétursson prófessor við guðfræðideild stýrði og bar heitið Framtíð íslenska þjóðkirkjufyrirkomulagsins. Fyrirlestur Auðar Eirar bar heitið Nú er tími til siðbótar – eins og alltaf og byggir á efni bókar hennar Bakarí Guðs sem Kvennakirkjan gaf út árið 2012. Þar reifar Auður Eir nýjar hugmyndir um veitingu prestembætta og hvetur til þess að prestar verði hreyfanlegir á milli staða en einangrist ekki hver á sínum stað áratugum saman. Í hugmyndinni felst einnig hvatning til samvinnu og að sumir prestar hafi ekki alltof mikið að gera þegar aðrir hafi of lítið að gera. Eftirfarandi útdráttur var birtur í dagskrá þingsins:

Lútersk kirkja á að vera siðbótarkirkja á öllum tímum. Hún á að fylgja þeirri lútersku guðfræði að við séum öll prestar hvaða starf sem við höfum.  Hún þarf að horfast í augu við tilhneigingu sína til kaþólskra messusiða. Og hún þarf að breyta ýmsu í grundvallarskipulaginu, í fyrsta lagi að breyta ráðningu prestanna. Svo að prestar verði ekki keppinautar heldur samheldinn hópur í boðun fagnaðarerindisins. Það þarf að ræða málin og gefa langan tíma til að tala vandlega saman.

Fyrirlestur Auðar Eirar mun birtast í útgefnu efni Hugvísindaþings 2014 og verður líka aðgengilegur á heimsíðu okkar.

By |19 mars 2014 22:18|Fréttir|

Áframhald uppgjörsdaga til páska

Ég ætla að leggja það til að við teljum það upp fyrir okkur sem við sjáum eftir.  Að við segjum ekki bara að við sjáum eftir hinu og þessu og svona sé nú lífið. Það er auðvitað svona,  eins og við vitum allar.  En það er engin endastöð að segja það.  Endastöðin er nokkrum stoppistöðum lengra.  Þær eru merktar með:  Nefndu það, horfstu í augu við, gerðu það upp við þig, taktu á móti fyrirgefningu Guðs, fyrirgefðu sjálfri þér,
haltu áfram í nýrri  gleði.

Blíðar kveðjur,  Auður

By |17 mars 2014 10:37|Dagleg trú, Óflokkað|

Hvar eru Kvennréttindi núna?

Næsta námskeið Kvennakirkjunnar köllum við : HVAR ERU KVENRÉTTINDIN NÚNA ? Á námskeiðinu koma til okkar sérfræðingar sem velta fyrir sér kvennréttindum í samtímanum frá ýmsum sjónarhornum.

Námskeiðið er í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17 . frá 19.30 til 21 og kostar 1000 krónur á kvöldi
Verum allar innilega velkomnar og komum sem getum

By |10 mars 2014 23:09|Fréttir|

Dagar hins dæmalaust góða uppgjörs

Það eru þessir dagar, dagarnir til páska.  Næstum tvær heilar vikur.  Nógur tími.  Kirkjan breiðir út fjólubláa messulitinn og talar um iðrun okkar.  Við getum allt eins vel talað um uppgjör okkar.  Við höfum tækifæri til að gera upp allt það sem við iðrumst og vildum hafa haft  öðruvísi.  Gerum það.

Blíðar kveðjur,  Auður

By |10 mars 2014 10:35|Dagleg trú|

Næsta guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju

Guðþjónusta  í Seltjarnarneskirkjusunnudaginn 16. mars klukkan 2 . Athygli er vakin á messutíma. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og ræðuefni:  Uppgjör við okkur og Guð. Stefanía Steinsdóttir segir frá trú sinni. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu og Anna Sigríður Helgadóttir syngur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng með kór Kvennakirkjunnar. Kaffi á eftir.  Þær sem sjá sér fært að færa  kaffibrauð fá alúðarþakkir

By |10 mars 2014 10:29|Fréttir|

Kvennakirkjukonur á faraldsfæti

Alla og Anna Sigga, Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar og Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, voru nú um helgina á Skagaströnd hjá séra Bryndísi Valbjarnardóttur.  Þær gáfu kirkjukórnum raddþjálfun og kenndu nýja sálma.  Gleðin streymdi milli allra sem töluðu og borðuðu og sungu saman og heilluðust hvert af öðru.   Á sunnudaginn var sunnudagaskóli klukkan 11 í Hólaneskirkju og uppskeruhátíð tónlistardaga kl. 2  undir yfirskriftinni Drottinn gerðu hljótt í hjarta mínu.     Við hinar Kvennakirkjukonurnar gleðjumst með þeim.

By |10 mars 2014 10:23|Fréttir|

Af Kvennakirkjukonum

Guðfræðinemar í heimsókn
Nemendur dr. Péturs Péturssonar héldu undir stjórn hans  málþing sitt í stofum okkar í Þingholtsstræti seint í janúar  Dr. Pétur kom með kók í gleri og Prince Polo til að halda upp á hefðina frá því að afi hans, Ásgeir  Ásgeirsson, rak hverfisbúð með matvörur í syðri
stofunni okkar.

Heimsókn Kvenfélags Þykkvabæjar

Konur úr kvenfélagi Þykkvabæjar, Sigurvon, komu í heimsókn í Kvennakirkjuna laugardaginn 1. mars, til að hitta   Auði sem var sóknarprestur í Þykkvabæ í 20 ár. Hún hélt með þeim námskeiðið Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi.  Fyrst skoðuðu þær sýningu Vigdísar Finnbogadóttur
í Hönnunarsafni Íslands og á eftir heimsóttu þær Þuríði á 13 og gengu um Þingholtin og borðuðu í lokin á Austurlandahraðlesinni í Lækjargötu.

Kvennakirkjukonur messa

Auður Styrkársdóttir predikaði í Laugaraneskirkju á konudaginn, 23. febrúar í Laugarneskirkju. Aðalheiður Þorsteinsdóttir
var við orgelið.
Prestar Kvennakirkjunnar, Arndís og Auður, predikuðu og leiddu guðþjónustu að hætti Kvennakikjrunnar á vegum guðfræðinema  í Kapellu háskólans í febrúar.

By |9 mars 2014 10:44|Fréttir|

Fyrst íslenskra kvenna til að stjórna sinfóníuhljómsveitinni.

Hallfríður Ólafsdóttir tók þátt í margbreytilegum og fallegum tónleikum KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, í Hörpunni, sunnudagskvöldið 2. mars. Hallfríður  stjórnaði félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem lék Eld eftir Jórunni Viðar.  Eldborg var full af glöðu fólki sem fagnaði Hallfríði ákaflega og klappaði lengi.  Hallfríður er fyrsta íslenska konan sem stjórnar sinfóníuhljómsveitinni !!! Hér má sjá umfjöllun um Hallfríði og tónleikana.

Elsku Hallfríður

Kvennakirkjan þakkar þér innilega fyrir tónleikana.   Það var ógleymanlegt fyrir okkur sem sáum þig og við og allar hinar sendum þér hamingjusóskir.

By |5 mars 2014 14:25|Fréttir|