About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Guðþjónusta við Þvottalaugarnar

Kvennakirkjan heldur guðþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal fimmtudaginn 19. júní kl. 20 í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar, Inga Jóna Þórðardóttir flytur ávarp, Ásdís Þórðardóttir leikur Áfram stelpur! á trompet, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum. Á eftir er opið hús í Café Flóru.

By |14 júní 2014 21:47|Fréttir|

Kvennakirkjukona ver doktorsritgerð við HÍ

Hrund Scheving Thorsteinsson okkar góða kvennakirkjukona hefur varið doktorsritgerð við Háskóla Íslands:  Hjúkrunarfræðingar og gagnreyndir starfshættir:  Virkni og spáþættir.  Við allar kvennakirkjukonur sendum henni innilegar hamingjuóskir og fögnum þeim góðu áhrifum sem þekking hennar mun hafa. Meðfylgjandi mynd var tekin við tilefnið.

By |23 maí 2014 23:43|Fréttir|

Sumargleðin yndislega – framhald

Guð blessar þig.  Hún gefur þér sumarið, dag eftir dag, blessar þér hugsanir
þínar, vináttu og verkefni.  Hún er hjá þér í streitunni þegar hún yfirþyrmir
þig, í uppgjöfinni þegar hún tekur af þér ráðin og í sorginni þegar hún grúfir
yfir þér og í gleðinni þegar hún fær að njóta sín.  Við skulum ekki láta okkur
bregða við margskonar áreitið og jafn margvísleg viðbrögð okkar.  Þetta er
allt eðlilegt og allt er á sífelldu iði í kringum okkur og innra með okkur.
En Guð er alltaf eins, alltaf vinkona okkar, alltaf hjá okkur.  Við skulum halda
áfram að taka á móti því sem berst að okkur og gera það besta úr því –
ekki síst gleðinni sem Guð gefur okkur og vill að við njótum fram í
fingurgóma.  Gleðjum alltaf þegar við getum og gerum það myndarlega.
Þú ert yndisleg manneskja.  Njóttu þess nú verulega í sumarbirtunni.
Gleðilegt sumar.  Auður

By |23 maí 2014 23:34|Dagleg trú|

Gengið um Skuggahverfið

Nú safnast Kvennakirkjukonur saman mánudagskvöldið 26. maí og ganga saman um Skuggahverfi Reykjavíkur. Gangan fer af stað frá Þingholtsstrætinu kl. 19:30.

By |22 maí 2014 13:46|Fréttir|

Sumargleðin yndislega

Sólin skín og fuglarnir syngja ellegar þá að dropar stórir detta úr lofti.
Alla vega er sumarið komið og birtan umvefur okkur dag og nótt.  Hvað
finnst mér nú skemmtilegast í þessu nýja sumri?  Mér finnst skynsam-
legt að við spyrjum okkur og svörum þegar okkur detta svörin í hug.  Það
er nefnilega svo undursamlegt að sjá allt það góða sem við eigum og njóta
þess.

Finnst þér birtan skemmtilegust?  Eða vináttan sem þú færð að njóta á
þessum sumardögum?  Eða möguleikarnir í mismunandi dögunum sem verða
ögn aðrir en í vetrinum?  En alla ársins daga eigum við þessi dæmalaust
góðu tækifæri til að láta dagana ganga eftir taktinum í verkefnunum, mál-
tíðunum, samtölunum, lestrinum, gönguferðunum og hverju sem við tökum
okkur fyrir hendur.  Mismunandi frá einni til annarrar og frá sjálfum okkur
eftir því sem dagarnir bjóða og heimta.

Blíðar kveðjur, Auður

By |15 maí 2014 22:07|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Garðakirkju

Næsta guðþjónusta  Kvennakirkjunnar verður í Garðakirkju á Álftanesi sunnudagskvöldið 18. maí klukkan 20.  Athugum að nú höfum við aftur kvöldmessu. Margrét Guðmundsdóttir  segir frá trú sinni. Svava Bernharðsdóttir leikur á fiðlu, Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar um feginleik léttisins og Anna Sigríður Helgadóttir stjórnar sálmum. Á eftir drekkum við kaffi í litla fallega húsinu í Króki
Þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir.

By |30 apríl 2014 23:01|Fréttir|

Kvennakirkjukonur út að ganga

Eftir einstaklega velheppnuð námskeið yfir veturinn slá Kvennakirkjukonur nýjan takk og halda út að ganga á mánudagskvöldum.Fyrsta ganga verður farin úr Þingholtinu (Þingholtsstræti 17) mánudagskvöldið 28. apríl kl. 19:30. Allar eru hjartanlega velkomnar – gengið verður um Þingholtið eða hvert þangað sem þær mættu koma sér saman um að ganga. Sjáumst þá !

By |24 apríl 2014 22:02|Fréttir|

Lag Öllu við sálm Vilborgar

Í messunni Kvennakirkjunnar í Dómkirkjunni nú 6. apríl söng Anna Sigga sálm Vilborgar Davíðsdóttur  Fyrir ljósi myrkrið flýr.   Þar segir Vilborg frá huggun Guðs sem við eigum vísa í sorg okkar.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir söngstjóri okkar samdi lagið við sálminn og okkur þótti hvort tveggja og flutningurinn mikill viðburður og fögnuðum vinkonum okkar hjartanlega. Á myndinni sjást Aðalheiður og Vilborg í góðum hópi kvenna.

By |14 apríl 2014 15:01|Fréttir|

Pistill úr fréttabréfinu

DAGAR PÁSKANNA

Nú birtist okkur enn einu sinni tækifærið til að

hugsa djúpar hugsanir.  Það er auðvitað alltaf

fyrir hendi og við þiggjum það á einn eða annan

veg á hverjum degi.  Og núna megum við íhuga

hina miklu atburði páskanna, pálmasunnudags,

skírdags, föstudagsins langa og páskamorguns.

 

Við megum spegla daga heimsins í þeim öllum.  Og

okkar eigin daga, þá sem bærast áfram í misjöfnu

ásigkomulagi og með misjöfnum hraða eins og við

vitum svo mætavel.  Dagarnir fyrir páska sýna

okkur misjafnar hugsanirnar sem bærðust í hjarta

sögufólks; skammvinna hollustu þeirra sem veifuðu

pálmagreinunum, misskilning foringjanna sem

heimtuðu krossfestinguna og kæruleysi fólksins sem

lét hafa sig út í að slást í hópinn.  Og hugleysi

Pílatusar sem dæmdi Jesúm gegn betri vitund.  Sorgina

sem fyllti Jesúm þegar honum fannst Guð hafa yfir-

gefið sig.

 

Nú skulum við nota tækifærið og staldra og hugsa.

Og biðja Guð að gefa okkur djúpar hugsanir.  Svo að

við sjáum einu sinni enn í gleði og þakklæti að við erum

með í páskagleði hópsins á fyrsta páskamorgninum sem

sá og vissi að Jesús er upprisinn, hann er Frelsarinn,

alltar veraldarinnar og okkar allra.

 

Gleðilega páska, Auður

By |2 apríl 2014 22:34|Dagleg trú|

Mánudagssamverum lýkur með vöfflum

Mánudagskvöldið 7. apríl klukkan háf átta hittumst við í Þingholtsstræti og ljúkum mánudagssamverum vetrarins.  Verum allar velkomnar.  Við bökum vöfflur og hitum kaffi og tölum um hvað sem við viljum.  Ekki væri nú leiðinlegt að sjá þig birtast.

By |2 apríl 2014 22:31|Fréttir|