About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Það er aldrei auðvelt að tala saman um mismunandi trúarbrögð

Kristrún Heimisdóttir sagði í samtali hjá okkur um trúna í landinu að þegar við töluðum um önnur trúarbrögð yrðum við að tala við þau sem þekktu þau í raun og veru.  Konur mismunandi trúarbragða hafa í áratugi haldið stórar og litlar ráðstefnur um trúarbrögðin og skrifað  bækur saman.  Þær segja að það sé aldrei auðvelt að eiga samtal um mismunandi trúarbrögð.  Við höfum ekki í hyggju að snúast til annarra trúar eða blanda saman trú okkar eða blandast í eitthvað annað.  Við ætlum að tala um það sem sameinar okkur og það sem er ólíkt með okkur, skrifa þær.  Gott að heyra þetta, blíðar kveðjur, Auður Eir

By |21 nóvember 2014 19:28|Dagleg trú|

Heimsendingar með morgunkaffinu

Við ætlum að hafa altarisgöngu í messunni
á sunnudaginn kemur og sjá hvort þau í
Bernhöftsbakaríi gefa okkur brauð til
skreytingar. Svo ætlum við að leggja það
til að við sjáum þær miklu heimsendingar
sem við fáum frá Guði í hverju morgunkaffi.
Af því að með brauðinu í morgunkaffinu er
sending frá Guði með algjörri fyrirgefningu
á öllum stærðum af mistökum okkar.

Geturðu hugsað þér að þú takir brauðið á
morgnana sem kveðju frá Guði með hvatningu
til að þiggja fyrirgefningu hennar til dagsins
og fyrirgefa sjálfri þér?
Og kaffið sem óskir hennar um góða ferð
út í daginn í frelsinu og gleðinni sem hún gefur
þér til þess sem bíður þín?
Hvað segirðu um þetta?

Blíðar kveðjur, Auður

By |6 nóvember 2014 14:13|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Laugarneskirkju

Guðþjónusta í Laugarneskirkju 9. nóvember klukkan 14.  Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar.  Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu. Margar kvennakirkjukonur koma fram og kór Kvennakirkjunnar leiðir sálmana með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Á eftir verður hægt að kaupa kaffi og meðlæti í safnaðarheimili Laugarneskirkju.

By |3 nóvember 2014 20:20|Fréttir|

,,Hvar er kristin trú í þjóðfélaginu?“

Námskeið Kvennakirkjunnar halda áfram og næsta námskeið nefnist ,,Hvar er kristin trú í þjóðfélaginu?“
Eftir hið góða námskeið okkar um önnur trúarbrögð er komið að því að við ræðum okkar eigin kristnu trú, og veltum fyrir okkur hvort og hvernig hún birtist í þjóðfélaginu. Að venju fáum við einstaklega góða gesti til að ræða málin.
3. nóvember kemur Kristrún Heimisdóttir
10. nóvember kemur Þórunn Sveinbjarnardóttir
17. nóvember kemur Hildigunnur Sverrisdóttir
24. nóvember verður svo lokakvöldið þar sem við drögum saman umræðu fyrri kvölda, leggjum fram eigin skoðanir og veltum fyrir okkur hvers við höfum orðið vísari og hvernig það getur hjálpað okkur í hversdeginum með Guði.
Námskeiðin eru öll á mánudagskvöldum í sölum Kvennakirkjunnar, Þingholtsstræti 17 og hefjast kl. 20:00 og kosta 4000 krónur öll kvöldin.
Öll þau sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomin.

By |30 október 2014 14:01|Fréttir|

Messa með Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Næsta messa Kvennakirkjunnar verður haldin með Fríkirkjunni í Hafnarfirði  sunnudaginn 19. október kl.14. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Gréta H. Sigurðardóttir segir frá trú sinni og Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu. Í messunni verður mikið sungið undir stjórn Arnar Arnarssonar og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Að venju verður hægt að kaupa ljúffengt kaffi í safnaðarheimilinu að messunni lokinni.

By |16 október 2014 18:36|Fréttir|

Októbernámskeið um önnur trúarbrögð

Októbernámskeið Kvennakirkjunnar  verður um önnur trúarbrögð, öll mánudagskvöld kl. 20 til 21.30 í Þingholtsstræti 17

Mánudagskvöldið 6. október talar Elína Hrund Kristjánsdóttir um gyðingdóm
Mánudagskvöldið 13. október tala Vilhjálmur Jónsson og Hólmfríður Árnadóttir  um hindúisma
Mánudagskvöldið 20. október talar Helga Jóakimsdóttir      um búddisma
Mánudagskvöldið 27. október talar Elín Lóa Kristjánsdóttir um íslam

Námskeiðið kostar aðeins 4000 krónur !

Tækifæri okkar til að ná taki á málinu.  Komdu endilega.

By |29 september 2014 15:11|Fréttir|

40 ár frá vígslu sr. Auðar Eir í prestembætti

Í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá því að fyrsta íslenska konan, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir vígðist til prests verður málþing, messa og fyrirlestur um endurnýjun helgihaldsins og framlags kvenna í lífi kirkjunnar.
Málþingið verður laugardaginn 27. SEPTEMBER KL. 13-16 og ber yfirskriftina ,,Sjá, ég geri alla hluti nýja“
Boel Hössjer Sundman talar um sögu norrænna kvenpresta og reynsluna af nýju handbókinni í Svíþjóð. Erindi hennar nefnist:
Worship of God; Inclusivity in Liturgy and through the Ordination of women to priestly Office
Aðalheiður Þorsteinsdóttir fjallar um litúrgíu Kvennakirkjunnar.
Arnar Ýrr Sigurðardóttir, Guðbjörg Arnardóttir og Elínborg Sturludóttir gefa stutt viðbrögð og leggja út af reynslu sinni sem prestar.
Gleðistund í boði Biskups Íslands að málþingi loknu.

Messa verður síðan í Neskirkju sunnudaginn 28. SEPTEMBER KL. 14
Tónlist, vitnisburðir, ávarp, bænir og blessun. Öll þjónusta í höndum kvenna.
Messukaffi að guðsþjónustu lokinni.

Fyrirlestur um prédikunarhefð Kvenna verður í aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 29. SEPTEMBER
Anna Carter Florence flytur erindi byggt á rannsóknum sínum um konur sem prédikara, í V stofu HÍ, kl. 11.40

By |16 september 2014 20:56|Fréttir|

Uppskera haustsins – fyrsta messa Kvennakirkjunnar að hausti

Fyrsta messa Kvennakirkjunnar að hausti ber yfirskriftina ,,Uppskera haustsins“ og fer hún fram í Seltjarnarneskirkju, sunnudaginn 14. september kl. 20:00. Sr.  Arndís Linn prédikar, Auður Hermannsdóttir segir frá trú sinni og Kristín Þóra Harðardóttir lögfræðingur og kvennakirkjukona talar um gleði matfanganna. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng og gleði. Á eftir komum við saman og hægt er að kaupa kaffi fyrir 700 krónur. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðar þakkir.

By |8 september 2014 12:37|Fréttir|

Kvennakirkjukonur fá Fálkaorðuna

Nú hinn 17. júní fékk Hallfríður Ólafsdóttir riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu.  Hún er veitt henni fyrir framlag til hljómlistarlífs barna með bókum sínum um Maxímús Músíkús.  Mamma hennar, Stefanía María Pétursdóttir fékk fálkaorðuna 1993 fyrir störf í Kvenfélagasambandi Íslands þar sem hún var formaður um langt árabil.  Og mamma Stefaníu, Hallfríður Þóra Jónsdóttir á Siglufrði,  fékk fálkaorðuna 1978 fyrir störf sín að félagsmálum.  Við kvennakirkjukonur sendum vinkonum okkar innilegar hamingjuóskir með þakklæti fyrir allt sem við höfum fengið að njóta af snilld þeirra og kærleika.

By |24 júní 2014 17:30|Fréttir|

Náðin í kirsuberjatrénu og gleðin í radísunum

Yrsa Þórðardóttir skrifar frá Strassborg um náðina í kirsuberjatréinu og gleðina í radísunum.

„Í gær sótti ég radísurnar niður í ísskápinn í kjallaranum og bar þær á borð. Radísurnar frá Svartaskógi. Bragðið minnti mig á skólagarðana og gleðina af eigin uppskeru. Minnir mig á lokaritgerðina mína í guðfræði, um það hvort vinnan er blessun eða bölvun. Í sveita þíns andlits skaltu rækta radísur. Sumir segja að þetta sé blessun, ég held það. Með öðrum orðum, þú færð að uppskera radísur eftir allt erfiðið, og konur munu sannarlega þjást við að eignast börn, en gleðin eftir þjáninguna verður mikil. En þá kem ég að kirsuberjatrénu. Ég hef ekkert fyrir því, það bara kemur með nýja mynd á hverjum degi, svo fallegt. Nú eru að koma laufblöð innan um blómin. Ég hef ekki undan að undrast og fagna.“

By |14 júní 2014 21:50|Dagleg trú|