Fyrir u.þ.b. 2000 árum yfirgaf trésmiður í Nazaret iðju sína og gekk sem farandpredikari milli nokkurra þorpa á bökkum Genesaretvatns. Áhrif hans á líf manna á jörðinni hafa orðið meiri en nokkurs annars. Á kenningum hans byggja fjölmennustu trúarbrögð mannkynsins, um 2 milljarðar manna játa kristna trú. Heimildum ber ekki saman um hversu lengi hann prédikaði. Hann prédikaði í innan við 3 ár, e.t.v aðeins eitt ár. Ekkert er til eftir hann ritað. Áhrif hans á veraldarsöguna eru slík að við miðum tímatal okkar við fæðingu hans. Við skiptum tímatali okkar í tímabilin fyrir fæðingu hans og eftir hana. Hann talaði tungumál sem fáir skildu, arameisku. Engir fjölmiðlar, dagblöð, útvarp eða sjónvarp breiddu út kenningu hans. Eigi að síður barst hún yfir þröskulda tungumála, landamæra og menningarheima og breiddist út um stóran hluta heimsins.
Úr bæklingi Guðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings:
HVER VAR JESÚS Í RAUN OG VERU OG HVERT VAR ERINDI HANS?