Ég ætla að leggja það til að við teljum það upp fyrir okkur sem við sjáum eftir. Að við segjum ekki bara að við sjáum eftir hinu og þessu og svona sé nú lífið. Það er auðvitað svona, eins og við vitum allar. En það er engin endastöð að segja það. Endastöðin er nokkrum stoppistöðum lengra. Þær eru merktar með: Nefndu það, horfstu í augu við, gerðu það upp við þig, taktu á móti fyrirgefningu Guðs, fyrirgefðu sjálfri þér,
haltu áfram í nýrri gleði.
Blíðar kveðjur, Auður