Við lesum núna sjötta kaflann hjá Markúsi og tölum um hann á mánudaginn kemur. Hann er um predikun Jesú í heimabænum og góðar móttökur sem breyttust í vondar. Hvað þykistu vera? Svo segir frá því að hann sendi postulana út til að predika. Næst frá veislunni hjá Heródesi og stúpdótturinni sem dansaði fyrir gestina og mömmu hennar sem lét koma með höfuð Jóhannesar skírara á fati inn í veisluna. Og síðast frá samveru Jesú með hópnum sínum, brauðveislunni með fólkinu úti í náttúrunni, storminum á vatninu og lækningunni þegar fólkið streymdi til Jesú til að læknast.
Við lesum um postulana sem Jesús valdi til að vinna með sér. Það voru ekki bara menn heldur líka konur og að það breytti sögu veraldarinnar.