Í síðasta tíma lásum við þriðja kaflann hjá Markúsi og töluðum um byltinguna sem Jesús gerði með því að gera allar þessar fjölmörgu og stórflottu konur að samstarfskonum. Við töluðum um okkar eigin gleði af því að vera í hópnum og allt sem við eigum þess vegna í daglegu lífi okkar. Við ræddum byltinguna sem við sjálfar sáum í kvennahreyfingunni á síðustu öld og breytingarnar sem urðu. Ég spurði hvað þeim fyndist um stöðu okkar núna og næstu skref og lofaði að leggja ekki aftur fram svona leiðinlegar spurningar um mál sem við værum búnar að ræða svo vandlega að ekki væri á bætandi. Niðurstaðan: Verum glaðar í frelsi okkar og látum til okkar taka þar sem við getum, en alltaf í gleðinni sem við eigum í kristinni trú okkar. Hvað finnst þér? Blíðar kveðjur, Auður Eir