Góða vinkona. Á mánudaginn var lásum við 4. kaflann í Markúsi. Við töluðum mest um það mikla tilboð Jesú að taka það alvarlega sem hann býður okkur. Svo að við tökum ekki aðrar hugmyndir um gleði lífsins fram yfir hugmyndir hans. Og látum ekki verkefnin sem mæta okkur, góð og erfið kæfa trú okkar. Við skulum treysta Jesú, Guði vinkonu okkar svo að líf okkar haldi áfram að vera yndislegt. Hvað hugsaðir þú? Blíðar kveðjur, Auður Eir