Jólamessa í Háteigskirkju 28. desember 2011

Gleðileg jól. Það er yndislegt að við skulum vera hér allar og öll saman í kvöld. Til að hittast og vera saman og óska hver annarri og hvert öðru gleðilegra jóla og syngja saman og biðja saman og heyra jólaguðspjallið og hlusta á Hallfríðí og Öllu.

Við hittumst til að finna friðinn sem jólaguðspjallið segir frá. Sem englarnir sungu um á Betlehemsvöllum í kyrrð jólanæturinnar: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu. Hann sem gaf friðinn tók á móti hirðunum í fjárhúsinu, Jesús Kristur, frelsari heimsins. Hann var þar með Maríu og Jósef. Ofurlítið nýfætt barn. Hann átti eftir að verða undrunarefni og deiluefni og fólk átti eftir að andmæla honum og afneita honum. En líka að elska hann og slást í för með honum.

En þau sem hittu hann með þeim Maríu og Jósef allra fyrst af öllum, hirðarnir og vitringarnir, trúðu umsvifalaust á hann. Það var ekkert hik, enginn efi, engar spurningar. Þau trúðu því að hann væri sá sem englarnir sögðu. Hann var Guð sem var komin til þeirra og alls fólks veraldarinnar.

Við trúum því líka. Það er gæfa okkar og gleði allra daga. Margar okkar hafa sagt frá því í messunum, sagt frá trú sinni sem styrkir og gleður alla daga þeirra. Við hinar þökkum þeim fyrir að eiga þessa sterku og blíðu trú og segja okkur frá henni. Við segjum hver við aðra hvað konur Kvennakirkjunnar eiga mikla trú í hjarta sínu og hvað það gerir okkur öllum gott. Hvað það er gott að fá að vinna saman og vera saman.

Eins og alltaf ætlum við að tala um það í kvöld hvað trúin gerir okkur glaðar og öruggar. En í kvöld tölum við sérstaklega um það að það er allt […]

Messa í Dómkirkjunni í Reykjavík 11. desember 2011

Kæru kvennakirkjuvinkonur mínar og aðrir kirkjugestir!

Ég heilsa ykkur öllum í Jesú nafni. Hún Auður Eir vinkona okkar bað mig um að flytja vitnisburð á þessum sunnudegi, 3. sunnudegi í aðventu þetta árið og ég sagði já, því ég vil bera Jesú Kristi frelsara mínum vitni hér og nú hverju sinni.
Sem barn minnist ég þess aldrei að hafa verið myrkfælin, ég var einhvern veginn svo örugg með lífið allt frá því ég man fyrst eftir mér. Bænir voru beðnar með mér af móður minni og kannski föður (hann er skipstjóri og var oft á sjó á þessum árum), einnig voru amma og afi á Skagaströnd trúað fólk og þau fóru örugglega með bænir með okkur systrum. Þegar móðir mín lézt í bílslysi aðeins 25 ára gömul og ég 6 ára þá skildi ég eitthvað djúpt innra með mér. Ég hafði meira að segja fundið að eitthvað sérstakt var í loftinu daginn sem hún dó, því mig langaði svo að hjálpa til við að þurrka hnífapörin eftir hádegismatinn og ég fékk að gera það, það var síðasta verkið sem ég vann með móður minni hér á jörð.

Eftir að amma hafði sagt mér að mamma væri dáin, hún kæmi ekki aftur þá gekk ég út úr húsinu til þess að horfa á sjóinn. Fór út fyrir Sólvang, hús ömmu og afa á Skagaströnd og horfði út á sjóndeildarhringinn. Dóra frænka, móðursystir mín sem hafði verið með mömmu og okkur systrunum í bílnum kom út á eftir mér og spurði :”Skildirðu það sem amma þín sagði þér?” Já , ég skildi það.
Fyrsta meðvitaða minning mín tengist einnig sjóndeildarhringnum. Þá stóð ég uppi á Höfðanum á Skagaströnd og horfði út á hafið. Síðan þá hefur sjóndeildarhringurinn, þar sem himinn og […]

Prédikun úr Messu í Kirkju óháða safnaðarins 13. nóvember 2011

Þess hefur verið óskað að við töluðum í kvöld um minni óró og meiri festu. Þess vegna tölum við í kvöld um minni óró og meiri festu. Ég veit þú veist að ég tala hvorki um landsmál né heimsmál af því ég skil þau svo illa. Samt gæti ég frekar talað um heimsmál en landsmál af því að heimsfólkið sem ég myndi trúlega hallmæla fyrir vitleysuna nær ekki til mín þótt það vildi hefna sín. En þótt ég talaði um landsmál og hallmælti öllum og þau fréttu af því myndu þau samt ekki hefna sín, held ég. Einfaldlega af því að það er alltaf verið að hallmæla þeim og þau geta ekki haft tíma til að hefna sín á öllum.

Ég get hins vegar, þegar ég gái að, sagt nokkur flott orð um heimsmálin, og geri það bara í byrjum: Það er allt að breytast í veröldinni. Þau eru um það að allt er að breytast í veröldinni. Auðmagnið og fátæktin skiptast ekki lengur milli norðurs og suðurs heldur skiptast þau í öllum löndum. Völdin skiptast líka í öllum löndum og alls staðar er barist um þau. Fólk flyst um heiminn og milli starfa og fjölskyldur breytast. Þetta ýtir allt undir fjarlægð frá kirkjunni og kristinni trú og önnur trúarbrögð sem flytjast nær verða kristnu fólki aðlaðandi. En þetta verður líka til að hvetja kirkjuna til að láta til sín taka við að boða sínu eigin fólki djúpa og þróttmikla kristna trú og til að verða til þjónustu í samfélögunum.

En þá sný ég mér að þér. Við hinar ætlum að hugsa um þig í kvöld. Eins og alltaf. Við ætlum að hugsa um það hvað þér finnist órólegt og hvaða festu þú vildir þiggja. Við getum […]

Sultan og kartöflurnar og tauið af snúrunum – Prédikun í Árbæjarkirkju 18. september 2011

Það er svo gott að hittast aftur eftir sumarið. Það er yndislegt að sjá ykkur allar. Nú söfnumst við saman eftir sumarið eftir að hver okkar hefur gert eitt og annað skemmtilegt.

Ég fór að huga að textum sem töluðu um að safna okkur saman. Það eru margir miklir textar í Biblíunni sem segja frá eilífri ást Guðs sem alltaf alltaf safnað fólki sínum saman. Til sín. Heim til sín. Sigga las stuttar greinar úr frásögunni um heimkomuna frá Egyptalandi um 1300 fyrir Krist. Þegar Guð safnaði fólkinu úr þrældómnum og úr 40 ára eyðimerkurgöngunni og gaf því land til að búa í. Og þegar Guð safnaði fólkinu úr herleiðingunni í Babýlon 800 árum seinna eða um 500 fyrir Krist. Ég bað hana ekki að lesa textann úr Opinberunarbókinni en vitna í hann núna, um það að Guð safnar fólki sínu á efstu dögum eftir þrenginguna miklu og gerir allt nýtt, nýjan himin og nýja jörð..

Þetta er allt frásögur um heimkomu eftir þrengingar. En ég ætlaði að finna frásögu af því þegar Guð safnaði fólki sínu saman eftir góðan tíma til að gefa því gleðina af að hittast með alla þessa hamingju í huganum. Það er frásagan úr Markúsarguðspjalli sem Sigga las síðast. Um það þegar vinkonur og vinir Jesú komu aftur eftir að hafa verið úti um hvippinn og hvappinn við að boða fagnaðarerindið og hittust nú aftur til að segja frá og gleðjast.

En eins og við segjum alltaf hver við aðra: Við skulum alltaf minnast erfiðleika okkar um leið og við þökkum fyrir gleði okkar. Af því að erfiðleikarnir koma til okkar allra og við hittumst í Kvennakirkjunni okkar til að hjálpa hver annarri til að komast í gegnum þá. Til að komast aftur […]

Prédikun við Þvottalaugarnar 19. júní 2011

Góðu konur, góða fólk. Það er yndislegt að sjást og heyrast á þessu góða kvöldi 19. júní.
Það er vel til fallið að tala um boð í kvöld, eins og Helga Guðrún las fyrir okkur úr Biblíunni um boð Guðs. Það er mikil hátíð í dag, endurómurinn af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar í fyrradag og 100 ára afmæli Háskóla Íslands, og svo okkar sameiginlegu hátíðahöld í allan dag. Ég byrjaði á að lesa kvenfrelsismoggann með morgunkaffinu og svo hlustaði ég á Erlu Huldu og svo kvennamessuna í Grafarvogskirkju. Og núna erum við hér allar saman til að halda hátíð.

Það er miklu skemmtilegra að vinna saman. Kvenfélagasambandið og kvenréttindafélalgið og Kvennakirkjan hafa haldið 19. júní messu í Laugardal í fjölmörg ár og þær byrjuðu undir forystu Ingu Jónu Þórðardóttur á lýðveldisafmælinu 1994.
Við skulum líka minnast Steinunnar Ingimundardóttur, sem nú er nýlátin. Hún var í undirbúningshópi þessa guðþjónustuhalds í byrjun sem fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands. Hún var framúrskarandi, röggsöm og hógvær og alúðleg og það var gott að vera með henni. Hún var húsmæðrakennari og tók sér margt fyrir hendur og var meðal annars skólastjóri húsmæðraskólans á Varmalandi og starfaði síðar á Leiðbeiningartöð heimilanna hjá Kvenfélagasambandi Íslands.

Við skulum halda áfram hugleiðingum um góðar konur sem við höfum þekkt og hafa styrkt okkur og glatt. Það er fátt jafn gott og að þekkja verulega góðar manneskjur og yndislegt að fá að vinna með þeim. Ég hef margoft, og þú líklega líka, verið í kvennahópum þar sem einhver fór að lýsa einhverri góðri konu og hinar tóku við. Þær sögðu kannski frá henni Sigríði frænku sinni vestur í bæ sem fluttist ung austan af fjörðum og vann fyrir sér í fiski eða við uppþvott á Hressó hérna í Reykjaví, eða […]

Allt á hvolfi í Guðsríkinu. Prédikun í Grensáskirkju 10. apríl 2011

Við erum staddar á fjalli í Ísrael forðum daga margar, margar, karlmenn og börn líka og Jesús hefur upp augu sín og lítur á okkur, sem hann fikrar sig ofar í hlíðina og segir: Koma so! Áfram gakk! Þið eruð sko á réttri leið, þið sem eruð auðmýkt í andanum, vegna þess að þið eigið himnaríki! Þannig ávarpaði Jesús mannfjöldann ef marka má þýðingu alsírska lögfræðingsins Messa í Grensáskirkju. Séra Yrsa Þórðardóttir André Chouraqui sem tókst á hendur að þýða fyrst gamla testamentið og svo viðaukann, sem við köllum nýja testamentið og án þess væri engin biblía, finnst okkur. Chouraqui segist þarna vera nær arameískunni og að Jesús hafi þarna verið að lýsa fólki sem er teinrétt á markvissri göngu. Því segir hann að Jesús hafi horft í kringum sig og hrósað fólkinu eða viðurkennt að það væri aldeilis vel innréttað og hafi skilið hvað var á seyði. Mikið eruð þið vel heppnuð! Þið megið aldeilis kalla ykkur sæl!
Strax þarna sjáum við að allt er öfugsnúið og þessvegna vildi ég að yfirskrift þessarar messu væri allt á hvolfi í guðsríkinu. Jesús talaði sem kunnugt er um guðfræði við konur og vildi að börn fengju að tala við sig, sem var ekki siður á hans tíma, þetta vitum við vel. En þá fyrst keyrir um þverbak þegar hann talar svo við þetta fátæka og smáða fólk í herteknu landi, eins og það sé á óslitinni sigurgöngu um lífið og hafi fangað sannleikann. En þannig er það með fólk sem hefur kynnst Guði og lætur sig trúna varða, það hefur fengið anda sem er mjúkur og snortinn og lífið fær við það ljóma sem enginn getur tekið í burtu, hvorki rómverski herinn né fátækt og erfið kjör.

Þetta […]

Hjarta þitt er þar sem fjársjóður þinn er. Prédikun 13. mars 2011

Við skulum leiða hugann að tveimur orðum í kvöld. Annars vegar orðinu föstutíminn og hins vegar orðinu fjársjóður. Þetta gerum við af því að nú er föstutíminn rétt hafinn og af því að vers kvöldsins er um fjársjóð hjarta okkar. Byrjum á fjársjóðnum. Hjarta þitt er þar sem fjársjóður þinn er, sagði Jesús í Fjallaræðunni. Ég veit að engri okkar dettur í hug að bera það upp á sjálfa sig eða aðrar hér í kvöld að fjársjóður nokkurrar okkur sé þar sem miklir peningar eru eða mikið vald eða mikil frægð. Það er þetta þrennt sem er stimplað og vottað að vera þykkur þáttur í undirrót óhamingjunnar í eigin lífi hverrar manneskju og renna svo ákaflega út í samfélagið að það spilli því eins og annað eitur. Eða kannski byrjar eitrið í samfélaginu og rennur inn til okkar. Alla vega, við ætlum ekki að ætla okkur að fjársjóður okkar sé þar. Bara alls ekki.

En gætum nú samt í eins og tvo fjársjóðskassa og gáum hvað við sjáum. Því vondir fjársjóðir eru til og það er jafn líklegt fyrir okkur eins og aðrar manneskjur að slysast til að gægjast í þá og verða hugfangnar af innihaldinu. Það gæti hent okkur eins og annað fólk að heillast af því að verða ofslega ríkar, ofsalega frægar og ofsalega valdamiklar. Við skulum passa hver aðra svo vel að hver passi sjálfa sig. Það er afar heillaríkt. Svo að við njótum þess að eiga peninga, hafa völd yfir okkar málum og eiga góða frægð í hópum sem við elskum. Það er svo gott. Og það er nóg. Alveg nóg. Sjáum nú hvað leynist í þessum fjársjóðskassa. Hér er valdið, hér er frægðin, hér eru peningarnir, alveg eins og okkur mátti […]

18. ára og sjálfráða. Prédikun 13. febrúar 2011

Til hamingju með afmælið. Kvennakirkjan er 18 ára og ræður sér sjálf. Þess vegna stígum við nýtt skref í kvöld. Nýtt fullræðisskref þessa merka afmælis. Við tölum um það á eftir. . Við fögnum því að vera sjálfráða og enn meira fögnum við því að hafa alltaf verið sjálfráða. Hvað höfum við nú gert í 18 ár í frelsi okkar og gleði? Við höfum verið saman og styrkt hver aðra í trú okkar. Það er trúin á Guð vinkonu okkar sem er ein af okkur, alltaf með okkur, tekur þátt í öllu starfi okkar og gefur okkur hugmyndir. Og ef sumar okkar vilja heldur kalla hana eitthvað annað en vinkonu okkar þá höfum við frelsið og gleðina til að una því prýðilega því engin okkar ræður yfir annarri.

Trúin á Guð vinkonu okkar er trúin á Guð sem kom og var Jesús Kristur sem lifði og dó og reis upp frá dauðum og er hjá okkur. Hann er hún sem kom og er og er alltaf. Og er vinkona okkar. Hvað höfum við gert í vináttu hennar? Við höfum búið til torg þar sem við megum allar vera og allar tala og vinna. Það er torg kvennaguðfræðinnar. Og kvennaguðfræðin tekur til alls sem við gerum, alls lífs okkar. Hún er hversdagsguðfræði um Guð og okkur, allar saman og eina og eina. Og í öllum dögum okkar. Heima og heiman, með öðrum og með sjálfum okkur innst í okkar eigin huga. Þess vegna höfum við haldið námskeið og ráðstefnur um hina margvíslegustu hluti, Biblíuna, gleðina, reiðina, þunglyndið, þjóðfélagið, framfarir, breytingarskeiðið og tískuna og svo miklu fleira. Við tölum sífellt sífellt um lífsgleðina. Og um lífsóttann. Við segjum hver annarri aftur og aftur að mótlætið mæti okkur öllum […]

Kletturinn undir fótum þér. Matt 7.21 – 29. Prédikun 16. janúar 2011

Þetta er fyrsta messa Kvennakirkjunnar á árinu 2011. Því langar mig að byrja á að óska ykkur gleði og gæfu á nýju ári og þakka fyrir allar samverustundirnar í Kvennakirkjunni á því ári sem liðið er. Áramót eru tímamót og á tímamótum hvarflar hugur okkar ósjaldan að því sem var og því sem verður.

• Hvað upptekur huga þinn í upphafi nýs árs?

• Hvað fer um hugann þegar þú lítur til baka? En þegar þú horfir fram á við?

• Hvar stöndum við, – þú og ég? Og hvert liggur leið okkar, – og leið Kvennakirkjunnar, héðan?

Það er hollt og gott að taka sér tíma reglulega til að hugleiða stöðu sína og stefnu og hvort og þá hvaða breytingar við myndum vilja gera á högum okkar svo við getum lifað lífinu eins og okkur innst inni dreymir um og teljum rétt. Og það er afar dýrmætt að hafa leiðbeiningar, – eða ramma, sem heldur utan um okkur í þeim hugleiðingum. Slíkan ramma er að finna í Fjallræðu Jesú eins og Auður skýrði svo skemmtilega út fyrir okkur í einni af prédikun sinni fyrr í vetur, en eins og þið kannski munið þá ákváðum við að beina sjónum okkar sérstaklega að textum Fjallræðunnar í vetur. Svo verður því einnig í kvöld.

II.

Margir fræðimenn hafa rýnt og rannsakað texta Fjallræðunnar í gegnum árin og aldirnar og sjá sumir þeirra sterk áhrif lögmáls Gyðinga á boðskap Jesú eins og hann birtist þar. Fjallræðan inniheldur enda skýrar leiðbeiningar fyrir lífið eins og lögmálið gerir. Og sjálfur segir Jesús í upphafskafla hennar: „Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla.“ (Matt. 5:17) Jesús kom til að uppfylla lögmálið – með kærleika […]