Kvennakirkjan heldur messu í Grensáskirkju sunnudaginn 16. mars klukkan 20. Séra Bryndís Valbjarnardóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó undir sálmasöngnum. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu.