Nú, kæru vinkonur lesum við 4. kaflann hjá Markúsi. Starfið er komið á legg, hópur tekinn til starfa og sérstakur postulahópur. Það er fullt af konum í hópnum. Jesús hefur sagt að öll séu velkomin en bara sum komi. Í 4. kaflanum talar hann um þennan mikla hóp sem við erum hluti af. Við tökum alla vega á móti því sem hann segir: Við hugsum ekkert um það, eða okkur finnst kristin trú ekki hin rétta trú, eða við hugsum svo mikið um allt sem við erum að gera með áhyggjum og argaþrasi að við hugsum ekki lengra. En. Kannski tökum við bara á móti orðinu. Orði Jesú. Og sjáum hvað það er undursamlegt. Já. Það er nefnilega það sem við gerum. Við treystum því að þótt trú okkar sér bara eins og krækiber þá sér Jesús um að hún verði allt í öllu í lífi okkar. Hann kyrrir storminn, læknar angist okkar. Það breytir lífi okkar. Hann getur breytti okkur af því að hann er Guð sem kom, Guð vinkona okkar sem kom og er hjá okkur. Hvað segirðu? Blíðar kveðjur, Auður Eir