Kvennakirkjan heldur jólamessu í Háteigskirkju sunnudaginn 29. desember klukkan 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó og stjórnar söng jólasálma. Á eftir njótum við samveru í messukaffinu. Gleðilega jólahátíð!