Heilög önd – Örhugleiðing sr. Huldu Hrannar
Heilög önd.
Á Hebresku og arameisku er andinn kvenkyns, í grísku er hann hvorkyns, en á íslensku er hann karlkyns. Gamla testamentið er skrifað á hebresku og arameisku og Jesús talaði arameisku. Nýja textamentið er skrifað á grísku. Svo hvers vegna er Heilagur andi karlkyns á Íslensku? Spyr sú sem ekki veit. Skiptir það máli að persónur guðdómsins séu ritaðar í karlkyni? Hefur það áhrif á guðfræði okkar að Heilagur andi er karlkynsorð á íslensku?
Það gæti verið góð hugmynd að lesa eitt guðspjallanna og setja alls staðar Heilög önd í stað Heilags anda til að sjá hverju það breytir.
Er allt fólkið lét skírast var Jesús einnig skírður. Þá bar svo við, er Jesús gerði bæn sína, að himininn opnaðist og Heilög önd steig niður yfir hann í líkamlegri mynd, eins og dúfa, og rödd kom af himni: “Þú ert minn elskaði sonur, í dag hef ég fætt þig.” (Lk.3:21-22)