Guðþjónusta í Hallgrímskirkju
Fyrsta guðþjónusta haustsins verður í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 19. september klukkan 20
Við göngum inn gegnum bakdyrnar sunnan megin
Aðalheiður Þorsteinsdóttir flettir með okkur bókinni okkar Göngum í hús Guðs og við syngjum og hlustum og heyrum predikun Auðar.
Svo drekkum við kaffi og spjöllum. Verið öll hjartanlega velkomin!