Hvað um það þegar við læknumst ekki?

Við töluðum um 5. kaflann hjá Markúsi á mánudaginn var.  Töluðum mest um konuna með blæðingarnar.  Hún treysti Jesú.  Hann læknaði hana.  Hvað um það þegar við læknumst ekki?  Hvað um allt mótlætið sem hann frelsar okkur ekki frá?  Við vitnuðum í orði Jesú í síðustu kvöldmáltíðinni:  Ég ætla ekki að taka ykkur út úr þessum flókna heimi heldur gefa ykkur styrkinn til að vera þar.  Svo sagði hann:  Þið erum með mér í baráttunni við mótlætið.  Ég verð alltaf með ykkur.  Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |16 nóvember 2021 17:47|Dagleg trú|

Tvær Vinkonur okkar

Tvær vinkonur okkar

Tvær vinkonur okkar í hverfinu hafa fallið frá,   Þuríður Bergmann og Vilborg Dagbjartsdóttir.  
Þuríður bjó úti í Þingholtsstræti í húsi sem hún  gerði upp fyrir áratugum af miklu hugrekki og 
ræktaði garð sem var ævintýri. Hún var með fyrstu konum í Reykjavík til að annast glugga-
útstillingar.  Hún bauðst til að lána okkur stólana sína þegar við áttum ekki nógu marga fyrir allar 
konurnar sem komu til okkar.  Við kölluðum hana alltaf Þuríði á 13.

Vilborg bjó hérna niðri við Bókhlöðustíginn og kom stundum inn til okkar eða við spjölluðum 
á gangstéttinni.  Hún sagði að það væri mesti  misskilningur að vinstrafólk eins og hún væri ekki 
trúað, hún hefði alltaf farið í kirkju.   Vilborg var kennari og þjóðfræg  fyrir fallegu ljóðin sín.

By |13 nóvember 2021 22:16|Dagleg trú|

Tilboð Jesú

Góða vinkona.  Á mánudaginn var lásum við 4. kaflann í Markúsi.  Við töluðum mest um það mikla tilboð Jesú að taka það alvarlega sem hann býður okkur.  Svo að við  tökum ekki aðrar hugmyndir um gleði lífsins fram yfir hugmyndir hans.   Og látum ekki verkefnin sem mæta okkur, góð og erfið kæfa trú okkar.  Við skulum treysta Jesú, Guði vinkonu okkar svo að líf okkar haldi áfram að vera yndislegt.  Hvað hugsaðir þú? Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |13 nóvember 2021 16:21|Dagleg trú|

Samvera okkar á mánudögum

SAMVERAN OKKAR Á MÁNUDÖGUM er milli klukkan hálf fimm og sex
í stofum okkar í Þingholtsstræti 17

Við höldum áfram að lesa Markúsarguðspjall eftir nýju bókinni okkar Kaffihús vinkvenna Guðs.

Við höfum verið á ferðinni til að færa öllum kvennakirkjukonum bókina að gjöf frá okkur öllum
til að þakka fyrir trúfesti  og ómetanlegan stuðning. Nýjar kvennakirkjukonur hafa bæst í hópinn

Sumar vilja frekar lesa heima heldur en að koma á mánudögum og við erum allar
einn yndislegur hópur.

By |12 nóvember 2021 22:19|Fréttir|

Biðjum hver fyrir annarri

Það er svo gott að geta beðið hver fyrir annarri, alltaf fyrir okkur öllum.  Þegar sérstakt ber að  biðjum við sérstaklega fyrir því.  Nú biðjum við fyrir vinkonum okkar sem hafa veikst.   
Við treystum Guði.  Alltaf.  Við höfum séð að hún er með okkur og hjálpar alltaf.  

By |12 nóvember 2021 22:15|Dagleg trú|

Treystum Guði æ og ætíð

Biblíufólkið sagði það.  Og gerði það.  Við líka.  Það er best af öllu.  Hún brallar svo, segjum við.  Af því að hún er alltaf að bralla  og hlaða á okkur gjöfum. 

Við skulum halda áfram að sjá allar þessar gjafir í daglegu lífi okkar.  Hvað finnst þér gleðja þig mest í dag?  Það er svo mikið sem berst að okkur.  Og líka mikið sem við fáum að gefa öðrum.   Við megum treysta því að við verðum einhverjum til hjálpar og blessunar.  Mörgum.

Við höfum alltaf verið sammála um að við eigum að hafa álit á sjálfum okkur.  Það er bæði bráðnauðsynlegt og engu síður fallegt, gott og skemmtilegt.  Við erum vinkonur Guðs og hún
gerir okkur mildar og máttugar.  Hún fyrirgefur okkur mistökin og gefur okkur gott og fallegt sjálfstraust til að láta mistökin ekki íþyngja okkur lengi en halda áfram í góðu lífi okkar.  Finnst þér það ekki?

Tökum nú eftir því hvað mikið af blessun berst að okkur í dag.  Sumt er það sama og í gær og miklu fleiri daga, sumt er eitthvað sérstakt.  Það er lífslist að sjá það, taka á  móti því og njóta þess.  Gerum það.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |11 nóvember 2021 22:13|Dagleg trú|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju

Við höldum guðþjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00
Við höldum guðþjónustuna saman eins og alltaf.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar.

Drekkum kaffi og tölum saman.
Þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir.
Sjáumst í Seltjarnarneskirkju.

By |10 nóvember 2021 22:05|Fréttir|

Lestur Markúsarguðpjalls heldur áfram

Nú, kæru vinkonur lesum við 4. kaflann hjá Markúsi.  Starfið er komið á legg, hópur tekinn til starfa og sérstakur postulahópur.  Það er fullt af konum í hópnum.  Jesús hefur sagt að öll séu velkomin en bara sum komi.   Í 4. kaflanum talar hann um þennan mikla hóp sem við erum hluti af.  Við tökum alla vega á móti því sem hann segir:  Við hugsum ekkert um það, eða okkur finnst kristin trú ekki hin rétta trú, eða við hugsum svo mikið um allt sem við erum að gera með áhyggjum og argaþrasi að við hugsum ekki lengra.  En.  Kannski tökum við bara á móti orðinu.  Orði Jesú.  Og sjáum hvað það er undursamlegt.  Já.   Það er nefnilega það sem við gerum.   Við treystum því að þótt trú okkar sér bara eins og krækiber þá sér Jesús um að hún verði allt í öllu í lífi okkar.  Hann kyrrir storminn, læknar angist okkar.  Það breytir lífi okkar.  Hann getur breytti okkur af því að hann er  Guð sem kom, Guð vinkona okkar sem kom og er hjá okkur.  Hvað segirðu?  Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |5 nóvember 2021 19:42|Dagleg trú|

3. kafli Markúsar

Í síðasta tíma lásum við þriðja kaflann hjá Markúsi og töluðum um byltinguna sem Jesús gerði með því að gera allar þessar  fjölmörgu og stórflottu konur að samstarfskonum.  Við töluðum um okkar eigin gleði af því að vera í hópnum og allt sem við eigum þess vegna í daglegu lífi okkar.  Við ræddum byltinguna sem við sjálfar sáum í kvennahreyfingunni á síðustu öld og breytingarnar sem urðu.  Ég spurði hvað þeim fyndist um stöðu okkar núna og næstu skref og lofaði að leggja ekki aftur fram svona leiðinlegar spurningar um mál sem við værum búnar að ræða svo vandlega að ekki væri á bætandi.  Niðurstaðan:  Verum glaðar í frelsi okkar og látum til okkar taka þar sem við getum, en alltaf í gleðinni sem við eigum í kristinni trú okkar.  Hvað finnst þér?  Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |3 nóvember 2021 16:47|Dagleg trú|

Mánudagssamvera í Þingholtsstræti

Á mánudaginn kemur lesum við 3. kaflann hjá Markúsi. Jesús velur postula úr hópnum sem fylgir honum.  Hann valdi bæði konur og menn.  Þau höfðu öll sömu ábyrgð og rétt.  Jesús braut reglurnar sem giltu um konur í landinu og heiminum og gaf okkur nýja stöðu.  

Kvennaguðfræðingarnir á síðustu öld deildu um kristna trú.  Þær sögðu sumar að hún væri trú á karlguð í þreföldu valdi og væri óbærileg og skammarleg fyrir konur.  Þær yfirgáfu hana sjálfar og sögðu að það gerði konur að aumingjum að vera alltaf að biðja Guð í staðinn fyrir að treysta sjálfum sér.  Hinar sögðu að Biblían væri auðlegð kvenna og segði frá kristinni trú sem boðaði þeim frelsi og fögnuð.  Þær sögðu að Biblían segði frá ást Guðs til kvennanna sem voru skelfilega kúgaðar.  Og frá ást hennar til allra kvenna og allra manna og barna.  Biblían segir okkur frá ást Guðs til okkar núna.  Hvað segir þú,  kæra vinkona?  

Hittumst á mánudaginn þær sem viljum.   Lesum allar saman þótt við komum ekki.  Af því að Biblían er auðlegð okkar. Hún segir okkur frá sjálfum okkur.  Og Guði sjálfri.  Ekkert smá.  Ég bara meina það.  Blíðar kveðjur, Auður Eir

By |30 október 2021 12:52|Fréttir|