Messa í stofum Kvennakirkjunnar

Næsta messa Kvennakirkjunnar verður í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17 sunnudaginn 12. mars klukkan 20.

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Aðalheiður sér um tónlistina og Anna Sigga syngur. Við drekkum kaffi og tölum mikið.

Það verður svo gaman.

By |6 mars 2023 21:33|Fréttir|

Afmælisboð Kvennakirkjannar í Neskirkju

Kvennakirkjan verður 30 ára og heldur Afmælisboð í Neskirkju sunnudaginn 12. febrúar klukkan 15.30 til 18.00. Yfirskrift boðsins er Guð vinkona, breytt guðfræði, ný tónlist, ný messuform. Dagskrá:

Samtal um framtak Kvennakirkjunnar í 30 ár

Hvaða áhrif hafði kvennaguðfræðin á preststarf mitt?

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Tónlist Kvennakirkjunnar og ný sálmabók Þjóðkirkjunnar

Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir

Ný messuform og helgisiðabók Kvennakirkjunnar, Göngum í hús Guðs

Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir

Við byrjum á afmæliskaffi, setjumst svo á rökstóla og endum með guðþjónustu

           Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar,  Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar

og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.

Öll hjartanlega velkomin!

By |9 febrúar 2023 8:46|Fréttir|

Jólaguðþjónusta í Háteigskirkju

Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Háteigskirkju fimmtudaginn 29. desember klukkan 20. Svana Helen Björnsdóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir leiðir söng jólasálma og Örn Arnarson leikur með á gítar. Á eftir verður samvera með kaffi og veitingum.

By |27 desember 2022 14:10|Fréttir|

Aðventuguðþjónusta Kvennakirkjunnar

Aðventuguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni sunnudagskvöldið 11. desember kl. 20:00 í stofum okkar í Þingholtsstræti 17.
Syngjum með Aðalheiði og Önnu Siggu í kvöldkyrrð og kertaljósum, segjum hver annarri frá trú okkar drekkum kaffi og súkkulaði
Við erum allar svo hjartanlega velkomnar

By |8 desember 2022 19:05|Fréttir|

Guðsþjónusta í Kvennakirkjunni

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Seltjarnarneskirkju
sunnudaginn 13. nóvember klukkan 20

Hlustum á orð Guð, biðjum og syngjum Auður Eir predikar og Aðalheiður stjórnar tónlistinni. Syngjum nýja sálma og gamla
Fögnum nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar og Drekkum kaffi og tölum saman
Hlökkum til 

By |9 nóvember 2022 18:19|Fréttir|

Messa í Grensáskirkju

Messa Kvennakirkjunnar í október verður í Grensáskirkju sunnudaginn 16. október kl.20:00. Anna Sigríður Helgadóttir talar. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn syngur frumsamið lag og ljóð. Drekkum kaffi og spjöllum verulega. Innilega velkomin

By |12 október 2022 9:05|Fréttir|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju verður sunnudagskvöldið 11. september klukkan 20. Haustmessa í kvöldkyrrð Hallgrímskirkju 
í trú okkar og vináttu.   Allar hjartanlega velkomnar og við hinar fögnum þér.
Höldum messuna saman eins og alltaf með predikun, bæn, söng,  kaffi og samtali.
Göngum inn bakdyramegin til hægri séð framan frá.  

By |7 september 2022 18:57|Fréttir|

Guðþjónusta 19. júní

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar 19. jún klukkan 8 verður í Bríetartogi í Þingholtsstræti 9.
Aðalheiður og Anna Sigga sjá um sálmana og Auður Eir prédikar.
Á eftir drekkum við kaffi í stofum okkar í Þingholtsstræti 17.
Kirkjan kemur með kleinur og kökubita og við hellum upp á könnun
OG TÖLUM SAMAN

By |16 júní 2022 19:29|Fréttir|

Guðþjónusta í Garðakirkju

GUÐÞJÓNUSTAN OKKAR 15. MAÍ VERÐUR Í GARÐAKIRKJU Á ÁLFTANESI KLUKKAN 20

SÉRA HIDLUR BJÖRK HÖRPUDÓTTIR PREDIKAR

ANNA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR OG AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR HVETJA OKKUR TIL AÐ SYNGJA

ÞETTA VERÐUR DÁSAMLEGT OG VIÐ DREKKUM KAFFI Á EFTIR
ÞÆR SEM SJÁ SÉR FÆRT AÐ KOMA MEÐ KAFFIBRAUÐ FÁ ALÚÐARÞAKKIR

By |10 maí 2022 17:07|Fréttir|

Guðþjónusta í Háteigskirkju 10. apríl

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í apríl verður á Pálmasunnudag 10. apríl í Háteigskirkju klukkan 20. Séra Sigríður Munda Jónsdóttir prédikar. Aðaheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum og Anna Sigríður Helgaóttir syngur einsöng. Kaffisamsæti eftir guðþjónustuna og þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir fá alúðar þakkir

By |7 apríl 2022 8:44|Fréttir|